13.11.2007 | 09:50
Haustönn að ljúka
Nú sit ég í viðtalsherbergi Menntaskólans á Egilsstöðum og bíð eftir að umsjónarnemendur mínir mæti í viðtöl. Þessar elskur eru ekki þau minnugustu..., mér sýnist eintak númer þrjú vera að gleyma sér... Ég er umsjónarkennari nemenda á Almennri braut, þar stunda nám krakkar sem hafa lent í einhverjum vandræðum með samræmdu prófin í fyrravor, eða ekki stundað námið sérstaklega vel síðasta vetur. Þau eru öll afar skemmtilegar persónur, afar ólik, gefandi en um leið krefjandi og eiga það sammerkt að það verður að fara að þeim með góðu, skammir duga afar takmarkað, en það að tala við þau af virðingu og vinsemd virkar undantekningarlaust vel, stundum þarf að nota þessar aðferðir oftar en einu sinni til að ná árangri en þær virka...
Þessir krakkar eru margir afar hræddir við próf, því þau hafa slæma reynslu af prófum, svo næstu vikur munu fara í að undirbúa þau í rólegheitum fyrir próftöku svo þau sýni örugglega hvað í þeim býr á lokaprófinu í desember.
En nú er kominn tími til að fara að kenna stærðfræði - megið þið eiga góðan dag.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég get alveg sagt þér það að mínir uppáhaldskennarar frá minni skólagöngu voru nákvæmlega þeir sem sýndu okkur virðingu og töluðu við okkur eins og fólk!
Ég efast ekki um að það er nákvæmlega það sem til þarf til þess að uppfylla kröfurnar um að vera góður kennari, að bera virðingu fyrir nemendum sínum því þá eru án efa mikið meiri líkur á að nemendurnir beri virðingu fyrir kennaranum
Vona svo að þú munir sjálf eiga góðan dag...
Guðný Drífa Snæland, 13.11.2007 kl. 10:01
Ég á minningar sem "erfiður" nemandi. Kannski ekki próflega eða árangurslega, heldur hegðunarlega. Þeir kennarar sem sýndu mér virðingu áttu mun auðveldara með að fást við mig. Þannig að þetta er að mínu viti rétt!
Respect - and get respect.
Einar Ben Þorsteinsson, 16.11.2007 kl. 11:12
Enda ræða mín sem áður...auk þess legg ég til að samræmd próf verði lögð niður.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.