Leita í fréttum mbl.is

Lífið er hverfult

Þegar einstaklingur eins og Sigurður Grétarsson, bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður á Fljótsdalshéraði fellur skyndilega frá í blóma lífsins vakna óneitanlega margar hugsanir. Sigurður og fráfall hans hefur verið mér ofarlega í huga frá því að við fréttum lát hans á mánudaginn - sérstaklega í dag því það var fyrsti bæjarráðsfundurinn án hans í dag.  Sigurður var talnaglöggur og góður íslenskumaður sem gat oft yddað yrðinguna í bókunum, það er eftirsjá að Sigurði - ég votta fjölskyldu hans samúð mína, þeirra er missirinn mestur.

Við ótímabært fráfall samferðamanns fer hugurinn á fulla ferð - það er greinilega ekkert gefið í þessu lífi og því afar mikilvægt að nýta tímann og njóta lífsins og lystisemda þess á skynsamlegan hátt.  Verðmætamatið fær líka endurskoðun - fólk verður meira virði en áður og því mikilvægt að verja tímanum í samskipti við þá sem manni þykir vænt um frekar en að hlaupa á eftir hlutum sem eru lítils virði þegar upp er staðið. 

Lífið er of stutt til að vera með eitthvert kjaftæði, njótum og berjumst fyrir því sem við trúum á.  Þakklátur samborgari sem maður víkur góðu að er meira virði en flest annað. Samverustundir með börnunum skila sér margfalt, umönun aldraðra vina sömuleiðis - fólkið í kringum okkur er öflugasta auðlindin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Maður hrekkur illilega við, við svona fráfall manns í blóma lífins.

Mikill er missir fjölskyldu hans og byggðarlagsins einnig.

Jón Halldór Guðmundsson, 13.11.2007 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband