Leita í fréttum mbl.is

Tvítugsafmæli

Ég var í mjög skemmtilegri afmælisveislu í gær.  Leikskólinn Hádegishöfði í Fellabæ varð tvítugur á þessu ári og haldið var upp á áfangann í gær.  Dagskráin var vönduð og skemmtileg, gamlir og nýir nemendur sungu ýmist saman eða sitt í hvoru lagi, m.a. frumsamið lag og texta eftir innfæddan Fellamann, Arnar Sigurbjörnsson. Stutt ávörp voru flutt þar var þess m.a. getið að foreldrar byggðu sjálfir leikskólann.  Sveitarfélagið lagði til efni en foreldrar byggðu..., ætli slíkt gæti gerst í dag??? Held að við ættum að reyna að nýta foreldrakraftinn meira en við gerum slíkt eykur á ábyrgð allra aðila og foreldrum finnst þeir eiga í stofnununni sem skiptir miklu máli.  Ég vildi allavega ekki hafa misst af því að hafa komið verulega að rekstri leikskólans á Hallormsstað þar sem öll börnin mín slitu leikskólaskónum. 

WizardEn til hamingju Hádegishöfði, takk fyrir frábæra veislu og gangi ykkur vel með starfið áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jónína

Ég var  að leita á netinu af uppskrift úr hrútaberjum og  fékk þá upp þína síðu.  Þú segir að þau séu ómisssandi með rjúpu og  því langar mig að forvitnast hvernig þú gerir hlaup úr því

Með fyrirfram þökk

Brynja Þrastardóttir Þorlákshöfn

Brynja (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 18:33

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Sæl Brynja!

Ég geri hrútaberjahlaup alltaf eins og rifsberjahlaup og hef stilkana að sjálfsögðu með, þeir eru fínn hleypir.  Hafðu endilega samband aftur ef þú þarft frekari upplýsingar.  Gangi þér vel.

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 27.8.2007 kl. 18:31

3 identicon

Sæl aftur Jónína!

Held að þetta hafi tekist bara mjög vel hjá mér, nema ég  notaði smá hleypir því stilkarnir voru teknir af:) En nú  langar mig að forvitnast meir  hjá þér hvernig þú notar hrútaberjahlaup með rjúpu seturu það bara í sósuna  eða  á diskinn ????

kveðja Brynja  

Brynja (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 18:54

4 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Sæl aftur Brynja!

Ég nota hlaupið sem meðlæti, því hér er mikil sérviska með rjúpnasósuna, í hana er notaður mysingur og sherry..., en ég veit að margir setja hlaupið út í sósuna til að fá sætubragðið, en rifsberjahlaup er líka mjög gott til þess.  Bestu kveðjur Jónína Rós

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 29.8.2007 kl. 06:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband