Færsluflokkur: Bloggar
25.6.2007 | 23:19
Jarðgöng og sjúkrahús
Í dag skrapp ég á Norðfjörð til að sækja tengdamömmu mína fyrrverandi, hún er búin að vera á Fjóðrungssjukrahúsinu á Neskaupsstað á þriðju viku. Hún lætur vel af vistinni, segir að á sjúkrahúsinu hafi hún fengið góða hjúkrun og umönun. Maður getur samt ekki varist því að velta fyrir sér hversu mikilvægt er að stórbæta samgöngur á milli staða í þessum fjórðungi svo þetta fjórðungssjúkrahús standi undir nafni. Á stað eins og hér á Miðausturlandi eru jarðgöng alger nauðsyn til að hægt sé að samnýta þjónustu og stofnanir á stóru svæði. Mikið vona ég að hugmyndirnar um heilborun nái að verða að veruleika sem allra fyrst.
En það er frábært að vera í sumarfríi svo maður geti notið þess að vera á fundum....., eða notið þess að hafa tíma til að sinna pólitíkinni almennilega, er búin að vera á tveimur fundum í dag...
Fjóðrðungsmót hestamanna sem haldið er hér á Héraðinu nálgast óðfluga, það verður brjálað að gera hjá fjölskyldunni þessa helgi, en ég efast ekki um að það verði skemmtilegt líka...
Svo er það líkamsræktin, þar má ekki láta deigan síga, ætla að fara að sofa til að ég geti vaknað fersk klukkan 6 og skellt mér út að hlaupa ef veðrið er gott eða í ræktina ef spáin gengur eftir og rigning lemur glugga Héraðsmanna á morgun, held reyndar að allir verði glaðir með tímabundna rigningu, það er allt að skrælna hérna...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2007 | 19:05
Ritstífla í bland við leti
Nú verður ritstíflunni að linna og eitthvað að fara að gerast á þessari bloggsíðu...., ég var að ljúka viðtali við yndilegan 16 ára Pólverja og foreldra hans, strákurinn er að koma hingað í skólann í haust og virðist ákveðinn í að standa sig vel. Ótrúlegt tungumál þessi pólska, ég skildi ekki eitt einasta orð þegar þau voru að spjalla sín á milli og túlka á víxl....
Nú er ég alveg að komast í sumarfrí, held að dagurinn á morgun verði síðasti vinnudagurinn, ég er nú reyndar búin að halda það í einhverja daga en nú held ég að þetta sé alvara...
Fram að mánaðamótum mun líf mitt snúast um hross og hestamannamót, en það er nú bara skemmtileg tilbreyting frá þróunarskýrslum, greiningum og viðtölum....
Ætla ekki að skrifa meira í bili en mun reyna að vera dugleg á næstunni og vera þá dálítið pólitísk...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2007 | 22:38
Sumar framundan
Jæja þá er ég komin austur aftur, veðrið á Austurlandi er "aðeins" skemmtilegra en það var í höfuðborginni!!! Það er sumar hérna, aðeins vindur en yfir 15 stiga hiti... yndislegt.
Það er mikið um að vera í vinnunni núna, við erum að reyna að búa til nám fyrir þá krakka sem eru að koma til okkar í haust, en ekkert námsframboð sem við "eigum" hentar. Þar erum við mjög upptekin af því að nemendur fái tækifæri til að vinna með höndunum á fjölbreyttan hátt. Þetta er afar nauðsynlegt, við ætlum að reyna að þjónusta vel afar erfiðan hóp sem er í mikilli brottfallshættu og í áhættuhópi um hvers kyns óæskilega hegðun. Það er ekki fyrir það að þessir krakkar séu óalandi og óferjandi, langt frá því, þau eru bara ekki hneigð til bóklegs náms og skólakerfið virðist algerlega ráðalaust þegar það stendur frammi fyrir þessu bókhneigðarleysi, reynt er að móta alla í sama formið og þá er ósköp eðlilegt að einhverjir hætti að vera þægir og góðir, það er vitað að við erum eins misjöfn og við erum mörg, skólakerfið er bara "aðeins" seint að uppgötva það...
Er búin að vera dugleg að ganga, tók hring í skóginum í gærkvöldi og í morgun heimsótti ég Fardagafoss, ætla að taka skógarhringinn aftur í fyrramálið...
Allt á fulllu í pólitíkinni líka, fundur í stýrihópi um aðalskipulagsgerðina í gær og bæjarstjórnarfundur í dag, þar gat minnihlutinn auðvitað ekki setið á sér að röfla yfir sláturhúsinu, held að þau séu að verða stressuð yfir ásókninni í húsið, sjá að það verður þeim ekki til framdráttar að hafa verið svona á móti kaupum og uppbyggingu...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2007 | 08:41
Í höfuðborginni
Nú sit ég í stúdentaíbúð dóttur minnar í Grafarholtinu, búin að lesa svolítið í morgun og er að búa mig í smágönguferð.
Er búin að hafa það fínt í borginni, ég elska vor í Reykjavík. Núna skín sólin en það er talsverður vindur, en ég er af þeirri stærðargráðu að ég þarf ekki að óttast að fara út í smágarra....
Lét loksins verða að því að ganga á Esjuna á miðvikudagskvöldið, er búin að ætla að gera það lengi en ekki passað fyrr en núna, hef alltaf verið að bíða eftir að það hentaði einhverjum að koma með mér, held að það hamli konum oft að þær eru of ragar við að gera hluti einar, karlar eru ófeimnari við það, braut ísinn með því að ganga ein með FÍ á Esjuna, það var frábært, erfitt en gott, harðsperrurnar eru betri í dag en í gær...
Fór í heimsókn í gamla Lækjarskólann, í Fjölgreinanámið, til hans Svenna í gær, þau eru að gera frábæra hluti þar, langar rosalega til að við gerum eitthvað í þessum dúr, heima á Fljótsdalshéraði, hlakka til að fara heim og byrja á litlum vísi sem vonandi dafnar og vex...
Í kvöld er það svo 25 ára útskriftarafmæli úr Kennó, hlakka til að hitta gamla vini þar....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2007 | 09:57
Hvítasunnuhelgi
Þegar ég var ung KFUK stúlka var mikið gert með hvítasunnuna, enda mikil hátíð hjá kirkjunnar fólki. Ég hlýði börnunum mínum reglulega yfir atburði merkisdaga kirkjuársins, finnst algert lágmark að fólk viti hvers vegna þessir hátíðisdagar eru..., man að ég óskaði þess stundum að ég hefði verið á Biblíuslóðum hinn fyrsta hvítasunnudag þegar menn töluðu tungum og dönsuðu af heilagri andagift...
Sit við skrifborðið mitt í ME síðasta daginn í bili, því nú ætla ég að taka mér frí fram til 7. júní, en geri þá ráð fyrir 10 daga vinnuskorpu til að ljúka hálfunnum verkefnum vetrarins, það er nú fínt að fara í sumarfrí 18. júní og vera í fríi fram yfir verslunarmannahelgi, bara ósköp eðlilegt sumarfrí.
Mikið var nú gaman að sjá pólitíska félaga taka við lyklavöldum í ráðuneytunum í fréttunum í gærkvöldi. Allir þurfa smátíma til að koma sér af stað en svo er ekki eftir neinu að bíða, menn þurfa að skella sér í vinnu með uppbrettar ermar, ég var ánægð með félaga Lúðvík, á flokkstjórnarfundinum þegar hann minnti okkur á að fyrstu 100 dagarnir væru mikilvægastir...
Vona að þið eigið ánægjulega hvítasunnuhelgi ágætu lesendur, verð kannski eitthvað léleg í skriftunum þangað til ég kem heim aftur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 06:45
Ný ríkisstjórn tekur við í dag
Það er hátíðisdagur hjá Samfylkingarfólki í dag. Flokkurinn okkar er með í ríkisstjórn sem tekur við stjórn landsins í dag. Það var frábært að fá að vera á flokksstjórnarfundi í fyrrakvöld og upplifa stemninguna, við erum jú að prófa það í fyrsta sinn að taka ákvörðun um stjórnarsáttmála og ráðherralista.
Ingibjörg stóð sig vel eins og alltaf, málefnasamningurinn kom á óvart, mér fannst við koma ótrúlega mörgum málum á dagskrá, að vísu misskýrt og ákveðið en slíkt er eðli málefnasamninga.
Ég er líka mjög ánægð með ráðherralistann, var búin að ákveða að þessi nöfn hlytu að koma upp úr pottinum, finnst auðvitað leiðinlegt að varaformaðurinn okkar er ekki ráðherra en hann mun örugglega standa sig eins og hetja í flokksstarfinu. Verð að viðurkenna að ég var ánægðust með að Kristján Möller skyldi verða ráðherra samgangna og sveitarstjórnarmála, ég veit að hann kemur til með að standa sig vel í þeim málaflokki. Hefði viljað fá menntamálin yfir til okkar, Björgvin hefði verið frábær menntamálaráðherra.
Er glöð bæði í hjarta og sál yfir því að við náum að koma okkar áherslum á dagskrá, áfram ráðherrar...
Stjórnaði bæjarráðsfundi í gær, hann gekk ágætlega, sláturhúsið var á dagskrá, held að þetta hús eigi eftir að verða frábær menningarmiðstöð og þar fá sköpunarkraftur unga fólksins að blómstra...
Börnin mín aka af stað til Reykjavíkur í dag með keppnishrossin sín í kerru, þau ætla að fara í æfingabúðir til pabba síns og stjúpu í nokkra daga. Held að Olil sé frábær reiðkennari, treysti henni jafnvel enn betur en pabbanum til að hjálpa þeim...
Ég ætla svo að aka suður á laugardaginn og vera fyrir sunnan í rúma viku, ætla m.a. í fermingu til Brynju Amble, lít eiginlega á hana sem stjúpdóttur mína, þó hún sé stjúpdóttir fyrrverandi eiginmanns míns, fjölskyldutengsl dagsins í dag geta verið flókin, en um að gera að reyna að gera þau skemmtileg....
Það snjóar úti, ætlaði út að skokka núna í morgunsárið, held ég lesi frekar...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2007 | 06:10
Stjórn mynduð
Jæja nú er allt að gerast, langþráður draumur okkar jafnaðarmanna um að komast í ríkisstjórn til að koma málefnum jafnaðarstefnunnar á dagskrá í þessu þjóðfélagi virðist vera að rætast.
Ég átti mér draum um að ríkisstjórn sem mynduð yrði eftir þessar kosningar yrði vinstri sinnaðri meira í líkingu við R-listann í Reykjavík. En ég sá það eins og flestir að hugur Steingríms og þeirra vinstri grænna stóð ekki í þá átt, þegar framsóknarblammeringarnar dældust út úr liðugum munni bóndasonarins frá Gunnarsstöðum. Það er því afar ótrúverðugt þegar þessi sama málpípa talar um trúnaðarbrest þegar Geir og hans fólk valdi Ingibjörgu og hennar fólk en ekki Steingrím sem situr eftir með háa ennið sárt. Ja verður hann ekki að líta í eigin barm maðurinn....
Maður verður sjálfsagt vart starfhæfur í dag vegna spennings og óþreyju....
Hún Berglind Rós mín sigraði enn eitt hestamannamótið í gær, leiðinlegast hvað það eru fáir krakkar að keppa,maður þarf auðvitað að fá svolitla keppni svo manni finnist maður eiga skilið að vinna..., ég var þulur á þessu móti, ætli hestamenn fari ekki að verða leiðir á mér....
Á morgun er svo útskrift úr ME, tæplega 40 stúdentar eru klára og nokkrir af skrifstofubraut eru líka að útskrifast með rauða kolla..., útskriftir eru alltaf skemmtilegar og hátíðlegar. Næsta vor fæ ég líka að vera útskriftarmamma, það er enn skemmtilegra....
Karen Rós mín hringdi í ömmu sína í gærkvöldi og játaði henni ást sína, "elska þig" er sumsé það nýjasta hjá skottinu...., svo er verið að vinna með koppamálin, það verður spennandi að fá tækifæri til að taka þátt í öllu því sem er að gerast hjá þessari 20 mánaða skruddu í sumar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.5.2007 | 06:26
Morgunstundin
Vakna alltaf snemma, stundum fullsnemma. Dagurinn í dag er fagur, sólin skín á Héraði og fuglarnir eru í essinu sínu hérna í kjarrinu hinum megin við Kelduskógana.
Ætla að byrja daginn á því að fara í hjólaferð með Berglindi Rós og bekkjarfélögum hennar, svo er fundur um þróunarverkefni sem við erum að vinna að í ME. Í hádeginu er svo fundur um framtíð ferðaþjónustu á Hallormsstað, sennilega síðasti fundurinn í þeim starfshópi.
Síðan ætla ég að skella mér á fund á Stöðvarfjörð um nemendur sem eru að koma í skólann til mín í haust, fæ ferðafélaga á Reyðarfirði, Steinunn skólasystir tekur mig með sér þaðan...
Í kvöld er svo árshátíð Grunnskólans á Egilsstöðum og Eiðum, ætla á fara og sjá skemmtiatriðin, Berglind Rós á að syngja þar.
Hlýt að hafa verið búin að fresta mörgu fram yfir kosningar því mér finnst jafn mikið að gera eftir sem áður....
Nú bíður maður spenntur eftir lyktum í stjórnarsamstarfi, ég hefði svoooo gjarnan viljað sjá vinstri stjórn á Íslandi núna, það þarf að breyta áherslum og forgangsröðun..., vona bara að gamla stjórnarlumman sitji ekki áfram með staðnaðar hugmyndir sínar í velferðarmálum....
Megið þið lesendur góðir eiga góðan dag í dag, minn lítur vel út....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2007 | 19:55
Líf eftir kosningar
Þrír fundir í dag, tengdir starfinu í bæjarstjórn og bæjarráði. Hjólaði í vinnuna og heim aftur í hádeginu. Gafst þá upp og tók bílinn því ég þurfti að hreinsa upp eftir mig drasl á kosningaskrifstofunni og skella mér á fund í Fellabæ. Tók smátörn í mömmuhlutverkinu og reyndi að finna hvítar gammosíur við árshátíðardressið hennar dóttur minnar.
Fékk svo staðfestingu á því að frumburðurinn minn ætlar að vinna hér fyrir austan í sumar svo ég verð svolítið í ömmuleik í sumar. Hagvöxturinn í fjölskyldunni verður jákvæður því Berglind Rós fær vinnu við að passa frænku sína...
Ætla að skella mér með Rannveigu að skoða Skógarkot á eftir, hef loksins tíma fyrir hana og aðra vini...
Bloggar | Breytt 15.5.2007 kl. 06:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2007 | 11:18
Miklar sviptingar
Úrslit kosninganna eru ráðin, stjórnin hélt velli, að vísu með minnihluta atkvæða þjóðarinnar á bak við sig, svipað hlutfall og hinir flokkarnir samtals...
Mér er efst í huga hagur gamla fólksins sem þessi ríkisstjórn hefur haft 12 ár til að bæta, hvernig ætli því fólki líði í dag, inni á fjölmennisstofunum sínum með aleiguna í náttborðinu....
Svo er ég þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að heimsækja fólk vítt og breitt um Austurland og hlusta á það lýsa lífskjörum sínum, margt hefur þar verið jákvætt en annað neikvætt.
Og ég er líka þakklát því fólki sem hefur stutt okkur þannig að við erum nú næststærsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi með mikla vaxtarmöguleika...
En nú finn ég að hugurinn hvarflar að öðrum verkefnum í lífi mínu, börnunum mínum bæði þeim sem ég á alveg sjálf og skólakrakkarnir mínir, bæjarpólitíkin hefur verið útundan þar eru ýmis verk að vinna, vinir mínir hafa verið þolinmóðir og heimilið er á mörkum þess að vera heilsuspillandi.
Sumarið er framundan, ég er ákveðin í að njóta þess...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
-
annapala
-
annaragna
-
annriki
-
agustolafur
-
arnith2
-
baldurkr
-
gattin
-
bryndisfridgeirs
-
brandarar
-
dofri
-
drifakristjans
-
gleraugun
-
saxi
-
huld
-
fjolan
-
logbjorg
-
gutti
-
gudnydrifa
-
gurrihar
-
gudrunjj
-
gudrunkatrin
-
gunnaraxel
-
hafsteinnkarlsson
-
hallibjarna
-
heidathord
-
hildajana
-
ingabaldurs
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jonaa
-
joningic
-
kallimatt
-
kolbrunb
-
kopasker
-
daudansalvara
-
lara
-
olinathorv
-
ragnhildur
-
rosa
-
amman
-
sisshildur
-
svalaj
-
svavaralfred
-
svenni
-
tjorvi
-
vefritid
-
thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar