Leita í fréttum mbl.is

Í höfuðborginni

Nú sit ég í stúdentaíbúð dóttur minnar í Grafarholtinu, búin að lesa svolítið í morgun og er að búa mig í smágönguferð.

Er búin að hafa það fínt í borginni, ég elska vor í Reykjavík. Núna skín sólin en það er talsverður vindur, en ég er af þeirri stærðargráðu að ég þarf ekki að óttast að fara út í smágarra....

Lét loksins verða að því að ganga á Esjuna á miðvikudagskvöldið, er búin að ætla að gera það lengi en ekki passað fyrr en núna, hef alltaf verið að bíða eftir að það hentaði einhverjum að koma með mér, held að það hamli konum oft að þær eru of ragar við að gera hluti einar, karlar eru ófeimnari við það, braut ísinn með því að ganga ein með FÍ á Esjuna, það var frábært, erfitt en gott, harðsperrurnar eru betri í dag en í gær...

Fór í heimsókn í gamla Lækjarskólann, í Fjölgreinanámið, til hans Svenna í gær, þau eru að gera frábæra hluti þar, langar rosalega til að við gerum eitthvað í þessum dúr, heima á Fljótsdalshéraði, hlakka til að fara heim og byrja á litlum vísi sem vonandi dafnar og vex...

Í kvöld er það svo 25 ára útskriftarafmæli úr Kennó, hlakka til að hitta gamla vini þar....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Gott hjá þér stelpa að klífa Esjuna. Það hef ég aldrei gert

Við Hanna Petra eigum 20 ára kennaraafmæli í ár... hátíðahöld eru í vinnslu.

Sigþrúður Harðardóttir, 3.6.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband