Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
3.9.2008 | 16:33
Fjölbreytni daganna
Konan í orlofi vaknaði klukkan sex, og uppgötvaði að hún hafði sofið yfir sig, því spinningtíminn sem hún ætlaði í, átti að hefjast kl sex fimmtán og í septemberbyrjun þegar önnur hver kona er í átaki dugar ekki að mæta á mínútunni til að fá hjól. Þetta reyndist rétt athugað hjá mér - ég ásamt sjö öðrum varð frá að hverfa en í stað þess að skríða upp í rúm aftur dreif ég mig upp í tækjasalinn og tók vel á.
Heima biðu tvö sofandi ungmenni sem þurfti óvenju lítið að hafa fyrir að koma á fætur þennan morgun, kannski var mamman bara hæfilega afslöppuð...
Vel fyrir níu vorum við mæðgur komnar að Egilsstaðaskóla og ég ákvað að kíkja aðeins á kollega mína í ME áður en fyrsti fundur dagsins byrjaði. Þar voru menn og konur bara hress og kát að vanda. Á þessum fyrsta fundi dagsins voru málefni Héraðsskjalasafnsins rædd, alltaf spennandi að kynna sér málefni sem maður þekkir lítið og finnur að eru í góðum farvegi.
Hádegisfundurinn var með forseta bæjarstjórnar, bæjarstjóra og þróunarstjóra. Við reynum að hittast flestar vikur til að fara yfir þau mál sem efst eru á baugi og setja þau í farveg. Við höfum um margt að ræða og fundir okkar alltaf skemmtilegir og árangursríkir.
Klukkan eitt var svo kynning á PMT / SMT sem er kerfi fyrir foreldra og skóla til að vinna með hegðunarfrávik ýmist á meðferðarplani eða forvarnarplani - verulega spennandi kerfi, vel undirbyggt fræðilega og mikið rannsakað - um að gera að skoða það með mjög jákvæðu hugarfari að innleiða þetta kerfi hér.
Nú sit ég og undirbý mig fyrir bæjarstjórnarfund sem er rétt að hefjast.... eftir hann ætlar meirihlutinn að hittast og ræða aðalskipulagið og fara þar yfir álitamál áður en við afgreiðum það endanlega frá okkur...
Svo ætla ég að kíkja inn á Blakkinn í kvöld og reyna að vera eitthvað viskuleg í þessu námi mínu, mér finnst frábært að fá tækifæri til að fara í nám aftur, umræðan um skóla fjölbreytileikans situr föst í hausnum á mér og þar reyni ég að tengja þetta hugtak við annað sem mér finnst spennandi eins og samvinnu, skólamenningu, lýðræðisleg vinnubrögð og seiglu svo eitthvað sé nefnt...
Spennandi dagur með fjölbreytilegum viðfangsefnum - þau smyrja á manni hausinn og hugsunina og halda manni vakandi og frjóum...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar