Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Sparnaður hjá ríkisútvarpinu

Mér finnst afar sérstök sparnaðartillaga hins ofurlaunaða útvarpsstjóra um að hætta útsendingum svæðisstöðvanna á landsbyggðinni. Hér fyrir austan standa þessar útsendingar undir sér vegna auglýsingatekna. Þannig að sparnaðurinn er í raun neikvæður  - útgjaldaaukning! Þegar verið er að spara eða skera niður þarf nefnilega að vanda sig...

Sit heima og læri og hlusta á ljúfa jólatónlist - búin að senda frá mér drög að tveimur verkefnum í dag, fæ þau aftur í hausinn en ákveðnum áfanga er samt náð.  Nú er bara eitt verkefni eftir, stórt og mikið en - bara eitt....

Ætla að skella mér í Bodypump 17:10, ef ég næ því - þarf aldrei þessu vant að heimsækja heilsugæslustöðina. Örverpið er með meinsemd í tá - allt orðið rautt, heitt og bólgið - eitthvað þarf að gramsa þarna sýnist mér. Gott að hún er orðin svo stór að það er hallærislegt að skæla Wink.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband