17.8.2009 | 17:37
Viljum við fá 2007 aftur?
Mér er létt að Icesavemálið illræmda er komið í jákvæðan farveg og vona svo sannarlega að við sjáum nú fyrir endann á umræðunni um það mál. Mér finnst að með því og endurreisn bankanna séum við komin með grunn til að byggja endurreisn heimila og fyrirtækja á.
Lánsfé ætti nú að liggja fyrir til góðra verkefna þó ég voni að ekki verði lánað eins taumlaust og endalaust og gert var á árunum 2005 - 2008 - þar eins og víða annars staðar er meðalhófið best.
Það er ljóst að mörg heimili eru í miklum vanda og eiga erfitt með að standa við skuldbindingar sínar - nú þegar hefur verið brugðist við að einhverju leyti en líklegt er að grípa þurfi til fleiri ráða til að tryggja íslenskum fjölskyldum heimilisöryggi og eðlilega velferð.
Mér er það mikið hjartans mál að íbúðalánakerfi landsins verði endurskoðað frá grunni svo það sé ekki óeðlilega erfitt fyrir fjölskyldur að tryggja sér heimilisöryggi, því miður er ekki tímabært að fara í þá vinnu af fullu kappi ennþá en sjálfsagt að byrja strax að leita leiða.
En staðan nú er þannig að fjöldi manns var búið að þenja greiðslubyrði sína út á ystu nöf fyrir hrun og lenti því í miklum vanda þegar verðbólgan fór upp úr öllu valdi og krónan okkar varð harla lítils virði. En eins og ég hef sagt hér áður vissum við auðvitað af því að slíkt gat gerst og tókum því áhættu - það veit ég best sjálf því ég tók 100% íbúðalán 2005.
Auðvitað væri ósköp gott að fá afskrifað hluta af þessum lánum - en ég er algerlega andsnúin því að það sama verði látið yfir alla ganga og töfralausnum beitt. Aðstoðum þá sem þurfa á því að halda og vinnum að því að grundvöllur fyrir verulegum vaxtalækkunum og minnkandi verðbólgu verði til og verði stöðugur svo við getum farið að tala um afnám verðbóta og nýtt íbúðalánakerfi án verðtryggingar.
Árferði eins og var 2007 er ekki að koma á næstunni - en við getum komist vel af með þann frábæra mannauð sem til eu í þessu landi og þær auðlindir sem þjóðin á.
Við þurfum að endurskoða neyslumynstur okkar og viðmið á ýmsum sviðum - það er erfitt og óréttlátt - en því geta fylgt góð gildi og nýjar heilbrigðar venjur.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.