8.7.2009 | 14:20
Lífið í lit
Það eru forréttindi að fá að vinna hér við Austurvöll - hér er mannlífið fjölbreytt - stöku bumbusláttur í takti við hlátrasköll, barnsgrát og hljóm margra tungumála virðist vera eðlileg hljómkviða lífsins á Íslandi árið 2009.
Við stöndum frammi fyrir mörgum erfiðum ákvörðunum - en megum aldrei missa sjónar að því að við eigum mikil auðæfi í fólkinu okkar og gæðum lands og sjávar - það er nauðsynlegt að þjóðartónninn slái ekki bara erfiða tóna - heldur raunsæja og jákvæða tóna til að halda voninni í þjóðinni - og ákvarðanafælni má ekki verða viðlag í þessum þjóðartóni. Mér finnst sjálfstæðismenn vera hræðilega illa haldnir af ákvarðanafælni og kvíðaröskun hverskonar og vilja helst slá öllu á frest - nota faglegheit og vönduð vinnubrögð sér til málsvarnar - en afar fátt verður um svör þegar þau eru spurð um þeirra leiðir og hugmyndir í hverju málinu á fætur öðru. Margar fínar manneskjur í þessum gamla flokki - en hver er stefna þeirra í endurreisninni???? Þeir hafa talað um að það verði að koma bönkunum í starfhæft ástand en þegar ljóst er að það er alveg að fara að gerast er allt ómögulegt...
Ég er hreykin af því að hafa fengið að vera hluti af afar starfsömum ríkisstjórnarmeirihluta sem vílar ekki fyrir sér að taka erfiðar ákvarðanir á skömmum tíma svo hægt sé að fara af stað í hina mikilvægu vinnu við að hvetja fólkið í landinu til dáða...
Hér í borginni er ágætisveður - sólin reynir að glenna sig - en mér heyrist hún skína af fullum styrk heima hjá mér á Héraðinu - megi Héraðsfólk og gestir njóta vel.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sigrún Jónsdóttir, 9.7.2009 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.