2.7.2009 | 15:53
Samgöngur
Mikið finnst mér hún erfið þessi umræða um samgöngubætur. Skilningurinn og samúðin með öllum landssvæðum svellur. Óboðlegir vegir eru á suðurhluta Vestfjarða, þeir eiga ekkert sameiginlegt með 21. öldinni - þá þarf að laga - umferðaröryggi krefst tvöföldunar Suðurlands - og Vesturlandsvega, Vaðlaheiðagöng væru frábær og myndu gera Norðurland að einu atvinnusvæði og svo má lengi telja.
En ég get ekki annað en haldið á lofti hversu mikilvægt er að jarðgöng verði gerð til Norðfjarðar og undir Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar, ég veit á eigin skinni hversu mikilvægar þessar samgöngubætur eru. Sjúkrahús allra Austfirðinga er á Neskaupstað við Norðfjörð og þar eru jarðgöng í ótrúlegri hæð, einbreið og í þeim er blindhæð, Héraðsmenn þurfa að fara um tvo fjallvegi til að komast á sjúkrahús, Seyðfirðingar og Vopnfirðingar þrjá - og þar erum við að tala um hæstu fjallvegi Íslands.
Seyðfirðingar búa við það að eina leið þeirra að heiman liggur um hæsta fjallveg á Íslandi, og einn þann snjóþyngsta. Seyðisfjörður er hinn íslenski viðkomustaður farþegaferjunnar Norrænu - þar hefur verið byggt upp fín ferjuhöfn - en fjallvegurinn erfiði takmarkar möguleikana sem hægt væri að nýta á Austurlandi öllu í tengslum við þessa ferju - sem siglir allt árið með öllum þeim möguleikum sem því fylgir.
Heilsársvegur um Öxi styttir vegalengdir milli Austurlands og Suðurlands um tæpa sjötíu kílómetra og þannig gæti ég haldið lengi áfram um samgöngubætur á því svæði sem ég þekki best.
Það er lítið um peninga í buddu samgönguráðherra núna og hann verður því að forgangsraða - í mér takast á tvö sjónarmið - annars vegar að við pólitíkusarnir höldum áfram að togast á um peningana til okkar svæða eða hins vegar að við fáum ískalt faglegt mat á því hvernig á að forgangsraða í samgöngumannvirkjum þar sem hagkvæmni, öryggismál, byggðamál, verðmætasköpun svæða, atvinnumál og mörg fleiri sjónarmið verði höfð í heiðri - ég er ekki viss um að slíkt væri óhagstæðara fyrir okkur dreifbýlingana en þéttbýlingana á Suðvesturhorninu.
Ég sit hér á skrifstofunni minni og horfi og hlusta á umræður um Icesave, stærsta mál sem íslensk þjóð hefur tekist á við í lýðveldissögunni. Eins og ég hef sagt hér áður held ég að ekki sé önnur leið en að semja um þessar skelfilega háu upphæðir sem við höfum ábyrgst - auðvitað hvarflar að manni sú hugsun hvort ekki væri hægt að reyna að semja betur, ná vöxtunum niður og ná einhverju þaki á greiðslur - en samninganefndin telur sig hafa náð því sem náð verður og bendir á að það er útgönguleið í samningnum ef breytingar verða á efnahag þjóðarinnar. Ég treysti mér ekki til að setja þennan samning í uppnám - með honum er enn eitt málið í höfn og slíkt skapar sátt og ró.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála þér með Icesave,- og þó ég hafi nú ekki kosið Steingrím þá treysti ég honum manna best í þessu máli. Ljúkum þessu af.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 3.7.2009 kl. 09:08
Skrýtið að ekki hafi bara verið komið upp frábærum vegum um allt land í góðærinu. Það þurfti kannski ekki því fólk fór jú um á þyrlum og þotum;).
Guðrún Karlsdóttir, 4.7.2009 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.