30.6.2009 | 22:28
Sparisjóðir
Það er tekist á um mörg mál á vettvangi Alþingis þessa dagana - og flest hafa þau að minnsta kosti tvær hliðar og enn fleiri fleti.
Eitt þeirra er málefni sparisjóða sem í upphafi voru fyrst og fremst sparisjóðir minni byggðalaga sem áttu ekki sama aðgang að fjármagni og hin stærri. Fólkið í byggðalaginu lagði fé í sjóðinn - svokallað stofnfé og slóg tvær flugur í einu höggi - ávaxtaði fé sitt og studdi við fólk og fyrirtæki heima fyrir - þá var sparisjóðurinn gjarnan helsti styrktaraðlil æskulýðs - og menningarstarfsemi. Enn á þetta við á nokkrum stöðum - en því miður eru aðrir sparisjóðir í vandræðum ekki síst vegna þess að þeir lögðu af stað í kapphlaupið mikla um skjótfengin gróða, stofnfjáreigindur juku stofnfé sitt, sumir fyrst og fremst til að fylgja straumnum og hvatningu misvísra ráðgjafa sinna - en aðrir í meðvitaðri gróðavon, aðrir seldu stofnfé sitt útrásarvíkingum sem riðu um héruð með gilda sjóði, þó það hafi í upphafi alls ekki verið ætlunin og beinlínis bannað á sumum stöðum.
Í nýrri löggjöf sem lögð verður fyrir þingið á morgun um sparisjóðina er margt gott og óumdeilt eins og heimild til samstarfs sjóðanna um ýmis verkefni sem getur gefið mikla hagræðingu í rekstri - en umdeilt atriði er leyfi til að niðurfæra stofnfé til að mæta tapi nú í endurskipulagningu og endurfjármögnun sjóðanna, en slíkt getur valdið gjaldfellingu á miklum skuldum einstaklinga, fyrirtækja og stofnanna sem alltaf er afar vont mál.
Slíkt verður þó að teljast eðlilegt þegar nýtt stofnfé ríkisins kemur inn í sjóðina til að mæta tapi og neikvæðu eigin fé - alls ekki er verið að tala um að niðurfæra stofnféð niður í núll - vonandi verða þessar aðgerðir til að hægt verði að bjarga sjóðunum og þannig hægt að taka til við hið góða starf þeirra á ný - fyrir einstaklinga og samfélagið í heild.
Sum samfélög fara ver út úr þessari niðurfærslu en önnur og verður þá að skoða þau mál sérstaklega.
Allar ákvarðanir sem maður tekur hafa bæði kosti og galla - slíkar ákvarðanatökur eru hlutskipti ábyrgra pólitíkusa sem leita sér leiðsagnar og taka síðan ákvörðun samkvæmt sinni bestu samvisku.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er slæmt mál að þurfa að færa niður stofnfé. Þá er sparisjóðurinn að viðurkenna að hann er búinn að tapa þeim grunni sem hann er byggður á, stofnfjárframlögunum.
En ef þetta er illskásti kosturinn er betra að þessi heimild sé fyrir hendi. Þá er kannski unnt að bjarga einhverjum sparisjóðum.
Jón Halldór Guðmundsson, 1.7.2009 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.