Leita í fréttum mbl.is

Ferðast innanlands

Það virðist strax vera að koma í ljós að landinn hefur ákveðið að ferðast um eigið land þetta sumarið - það er frábært til þess að hugsa að ferðaþjónustan vítt og breitt um landið mun vaxa og dafna við þá ákvörðun. 

Ég var uppi á Hallormsstað í gærkvöldi og þar var tjald við hjólhýsi í Atlavík og upplifunin var svipuð og þegar ég fór í Evrópuferð með vinum mínum sumrin 1980 og 1981 - þar sem gist var á hinum ýmsu tjaldstæðum í mörgum löndum - stuttbuxur og stuttermabolir um sjöleytið minntu óneitanlega á útlönd.

Ég var á ferð með norrænum vinum sem voru hér á vinabæjamóti og það var gaman að vera með þeim í að upplifa Ísland, náttúru, sérstöðu og íslenskt lambakjöt hjá Þráni á Hótel Hallormsstað.  Þessir norrænu vinir yfirgáfu síðan Fljótsdalshérað í dag og ætluðu aðeins að skoða höfuðborgina áður en þeir héldu heim á leið - maður finnur óneitanlega fyrir því hversu tengdur maður er hinum norrænu þjóðum - við eigum svo margt sameiginlegt og hugsum á margan hátt líkt - þessi tengsl má ekki vanrækja.

Ég er búin að sitja í kvöld og undirbúa mig fyrir þingið í næstu viku - það er margt að setja sig inní og lesa - auðvitað misspennandi en allt áhugavert og mikilvægt.

En til að ná mér niður ætla ég að lesa annað en frumvörp og nefndarálit - er að byrja að lesa Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur og líst bara mjög vel á.

Veðrið í dag er búið að vera himneskt - hlýindi í allan dag - aðeins skýjafar og logn framan af degi - eins og það gerist best - enda hefur freknum fjölgað og aðeins hiti í húð.

Hlakka til að takast á við vinnuvikuna - en finnst aðeins vont að geta ekki tekið hið vinnandi örverpi með mér suður á mánudagsmorgnum - en hún tekur vinnuna sína í Hestaleigunni á Hallormsstað afar hátíðlega svo við björgum málum með stóra bróðir við stýrið og annað gott fólk til aðstoðar - það verður óneitanlega gott að komast í frí einhverntíma í júlí.


mbl.is Enn mikil umferð til borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband