25.6.2009 | 23:52
Hlustað á kjósendur
Af fáu hafa þingmenn eins gott og því að fara til kjósenda sinna og eiga við þá samræður. Nú stendur yfir fundaherferð Samfylkingarinnar um landið og ég var svo heppin að fá að fara til Grundarfjarðar í gær og til Dalvíkur í dag.
Ég var heilluð af náttúrufegurð Snæfellsnessins sem skartaði svo sannarlega sparifötunum fyrir okkur Ólínu Þorvarðardóttur samflokksþingkonu minni úr Norðvestrinu og frænku barnanna minna - en hún var félagi minn í Grundarfjarðarferðinni - við fórum yfir það helsta sem um er að vera í þinginu og síðan svöruðum við spurningum fundarmanna sem mest snerust um Icesave, skuldastöðu heimilanna, lýðræði og heiðarleika. Frábær fundur á yndislegum stað.
Við Ólína ókum síðan suður aftur í morgun og fórum á okkar fundi og síðan flaug ég til Akureyrar síðdegis og staldraði við hjá Sigrúnu vinkonu minni sem ætlar að hýsa mig í nótt.
Ég sótti varaformanninn á flugvöllinn og við brunuðum til Dalvíkur - alltaf jafn gott að koma til Dalvíkur - myndarlegur og skemmtilegur bær - Sigmundur Ernir var með framsögu á Dalvík og við Dagur sátum fyrir svörum - þar brunnu aðallega þrjú mál á mönnum - hrikaleg dýrtíð - skelfileg neikvæðni fjölmðla og sparisjóðafrumvarpið - við spjölluðum um þessi mál og fleiri og ég fór ríkari af fundinum en ég kom - langt síðan ég hef verið með svona jákvæðu fólki.
Ég ætla rétt að vona að við höldum áfram að vera dugleg að ferðast um og hitta fólk - það er það albesta við þingmannsstarfið
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.