22.5.2009 | 08:29
Kynjahlutföll
Mikil umræða fer fram út í þjóðfélaginu um jöfn kynjahlutföll á sem flestum stöðum og aðferðir sem beita á til að ná jöfnuðinum sem mestum.
Á hinu háa Alþingi hefur umræðan snúist um jafnt kynjahlutfall í þingnefndum og síðan liggur stjórnarfrumvarp fyrir þinginu um hinar ýmsu tegundir hlutafélaga þar sem áhersla er lögð á að í stjórnum félaganna sé jafnt hlutfall kynjanna.
Umræðan á þinginu snerist aðeins um það hvort beita mæti refsiákvæðum ef ekki væri farið eftir þessum ákvæðum og voru um það afar skiptar skoðanir - fæstir vildu ganga svo langt, en ég velti mjög fyrir mér hvort nauðsynlegt sé að tryggja ákveðin viðurlög a.m.k á meðan jafnvægi er náð.
Hvað þingnefndirnar varðar er ljóst að þar er kynjaskiptingin afar mismunandi - í forsætisnefndinni sitja t.d. bara konur - og hef ég ekki heyrt rökstuðninginn fyrir þeirri skipan. Skipan í fjárlaganefnd var breytt til að jafna kynjamun, enn hefur það ekki verið gert í fleiri nefndum þó víða sé talsverður kynjahalli í báðar áttir.
Þó maður geti haft þá skoðun að hver og einn eigi að komast áfram á eigin verðleikum, eigi að starfa þar sem styrkleikar og áhugasvið hvers og eins liggur og því skipti kyn ekki máli, held ég að það sé algerlega nauðsynlegt að búa til þannig aðstæður að alltaf heyrist raddir beggja kynja. Sú nálgun eykur fjölbreytnina í umræðu og styrkir ákvarðanir sem teknar eru - en það verður stöðugt að gæta þess að reglan þarf að gilda í báðar áttir - við konur megum ekki falla í karlagryfjurnar um leið og við erum komnar upp úr þeim.
Því miður er langt í að jafnrétti kynjanna sé náð - en við erum á réttri leið - pössum okkur bara að halda kúrs - og vinna svo samhliða að öðru réttlætismáli sem er t.d. baráttan fyrir málum landsbyggðarinnar.
En nú þarf ég að koma unglingnum mínum á ról og reyna svo að koma því þannig fyrir að ég geti klárað kúrsinn sem ég er í....
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.