19.5.2009 | 22:59
Hátíðarbragur
Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana, svokallaðar eldhúsdagsumræður fóru fram í gærkvöldi í beinni útsendingu frá þingsal Alþingis. Það var hátíðarbragur yfir kvöldinu og afar spennandi að sitja sinn fyrsta þingfund.
Mörgum mæltist ágætlega - en ég finn að ég þarf að venjast ýmsu - málfundastíll Sigmundar Davíðs fór létt í mig svo og slagorðaháttur formanns Sjálfstæðisflokksins. Þeir kölluðu eftir lausnum en gleymdi alveg að nefna sínar hugmyndir að lausnum, nema þær gömlu sem dæmdar hafa verið ónýtar af fagmönnum.
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar voru með ágætar ræður - en voru hrokkafullir þegar þeir töldu sig einu fulltrúa fólksins á þingi!
Vinstri grænir voru með ágætis ræður en aðrir en Steingrímur komu með athugasemdir sem mér fannst ekki hæfa formönnum stjórnarþingflokks og varaformönnum þingnefnda - þegar maður er í þannig stöðu finnst mér maður ekki geta sagt forsætisráðherranum að hún tali ekki fyrir munn hennar eða hans..., samstarf er samstarf og því fylgir ákveðin hollusta...
Mér líður vel á þessum nýja vinnustað mínum, en er ákveðin í því að hlusta svolítið áður en ég fer að tala - slík vinnubrögð henta mér.
Í dag var ég á málþingi Þróunarfélags Austurlands um byggðamál, það var haldið á Breiðdalsvík og var hið ágætasta. Ég ætla síðan að nota ferðina og halda stjórnarfund Vísindagarðsins og fara á bæjarstjórnarfund, sennilega þann síðasta eða næstsíðasta. Ég tilkynnti bara forföll í þinginu og engar athugasemdir voru gerðar við það.
Börnin mín ætla að vakna fyrir sex í fyrramálið og skella sér akandi suður með hana Ljónslöpp og folaldið hennar í kerru og vera með pabba sínum þegar vígð verður reiðhöll á Syðri - Gegnishólum og heimasíða þeirra opnuð. Þau koma svo heim aftur á fimmtudagskvöldið. Mamman verður því ein í kotinu og hlakkar til að vinna og slaka á í góðri blöndu.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir þetta með borgarahreyfinguna. Þeir eru vissulega fólkið í landinu, en það sama gildir þá einnig jafnt um alla aðra alþingismenn.
Jón Halldór Guðmundsson, 20.5.2009 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.