Leita í fréttum mbl.is

Auðmýkt og einlægni

Í kynningu á og umræðu um stjórnarsáttmálann í gær báru hugtökin einlægni og auðmýkt oft á góma.  Var afar ánægð með það því ég held að þegar leysa þarf erfið mál sé aðferðafræðin fólgin í þessum hugtökum og beitingu þeirra.

Ég var svo ánægð með Jóhönnu í gær þegar hún lagði á það höfuðáherslu að þessi ríkisstjórn ætlaði að gera það sem hún segði og það strax og Jóhanna er svo trúverðug að allir trúa henni.

Stjórnarandstaðan spriklar eðlilega - en vonandi ná þingmenn að sitja á sér og hugsa um það fyrst og síðast að fyrir utan Alþingishúsið er samfélag í vanda.  Við, sem þetta samfélag kaus til að vinna að endurreisninni, skuldum þessu samfélagi að vinna hratt og örugglega að því að leysa vanda og byggja upp - málþóf og orðaskak gera það ekki - en sköpun aðstæðna og markviss forgangsröðun gera það - það er okkar hlutverk.

Hlakka til að fara í vinnuna í dag Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Og gangi þér nú vel og stattu þig í samræðustjórnmálunum - ég skal alltaf vera til viðtals

Guðrún Helgadóttir, 14.5.2009 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband