5.4.2009 | 09:07
Fjölbreytt líf
Fór í stórskemmtilegt ferðalag á föstudaginn, ók norður á þessum fína Skoda því ég treysti ekki alveg honum gamla mínum, á einu drifi, í krapann sem ég vissi af á fjöllunum. Við félagi Skodi áttum góða ferð norður og lentum á góðum tíma í höfuðstað Norðurlands.
Kosningastjórinn ók okkur síðan út á Árskógsströnd en þaðan siglir ferjan út í Hrísey. Siglingin var fín, tók rúmt kortér og um leið og ég steig í land á eyjunni fann ég að þarna er gott að vera og ákvað að strax í vor kæmi ég aftur með börnin mín með mér. Gallerýið var opnað fyrir okkur, þar var mikið af frábæru handverki, við dömurnar í hópnum keyptum ýmislegt smálegt.
Það er ekki bílaumferð fyrir að fara í eyjunni, allavega ekki þetta kvöld, frábært að rölta um, kíkja aðeins í búðina og virða fyrir sér fallega uppgerð húsin í kringum sig.
Við fengum okkur að borða á Brekkunni og pizzan var mjög fín. Klukkan 8 mættu svo nokkrir eyjaskeggjar og spjölluðu við okkur um pólitík og lífið í eyjunni, eins og áður fórum við frambjóðendur ríkari heim en við komum.
Mannauðurinn í þessu víðfeðma kjördæmi er fjölbreyttur og frábær, það er lítið verið að vola, meira verið að benda á það sem betur má fara.
Siglingin heim var fín - við þurftum mikið að spjalla, siglingin og bílferðin liðu í örskoti við pólitískan debatt þar sem jafnaðarstefnan var mærð enn einu sinni.
Á laugardagsmorguninn var svo stórskemmtilegur fundur um Evrópumálin á Hótel Kea, þangað mættu um þrjátíu manns til að hlusta á þá Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og Úlfar Hauksson sem einnig kennir stjórnmálfræði við HÍ fjalla um Evrópumálin á lifandi og skýran hátt. Við frambjóðendur fengum svo að spjalla við þá á eftir um ýmislegt sem okkur lá á hjarta um þetta mikilvæga mál.
Við Skodi renndum svo heim aftur um tvöleytið og vorum komin heim um fimm. Það var nú lítill kraftur eftir í konunni þá.
En í dag er nýr dagur sem verður nýttur í að gera heimilið tilbúið til að taka við gestum sem koma við í tilefni fermingar heimasætunnar en fyrst ætla ég að skreppa og gefa hestunum smátuggu...
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hlakka til að fá boð í Hrísey.. langar að koma þangað ;) hef lúmskan grun að þangað sé gaman að fara með myndavél ;) sérstaklega þegar maður er búinn að fara á ljósmyndanámskeið ;)
Guðbjörg Anna , 5.4.2009 kl. 15:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.