Leita í fréttum mbl.is

Kraftmikill landsfundur

Landsfundur Samfylkingarinnar um helgina var kraftmikill og þar ríkti góður andi þó ekki segðu allir alltaf já og amen og einhverjir væru ósáttir við svo sem eina samþykkt.  Við erum stór lýðræðislegur flokkur og þar eiga að rúmast fleiri en eitt sjónarmið...

Þau eru flott formaðurinn okkar og varaformaðurinn - ég hélt að þau myndu stökkva út í salinn í fagnaðarlátunum svo mikil sveifla var á þeim - það var ekkert bráðabirgðayfirbragð yfir þessu pari...

Ég var mest heilluð af unga fólkinu okkar - þau voru svo málefnaleg og fylgin sér án þess að vera með yfirgang - við erum ekki á flæðiskeri stödd með þetta fólk í framtíðarsveit okkar - við verðum að gæta þess að slá ekki á þennan kraft á sama hátt og við verðum að kenna þeim að sýna þolinmæði og seiglu.

Evrópumálin voru fyrirferðarmikil sem betur fer - það verður að komast á dagskrá að setja markmið og sækja um aðild til að kanna samningsstöðu okkar og leggja hana í dóm þjóðarinnar - fyrr getum við hvorki lofað aðildina í hástert né viðhaldið hræðsluáróðrinum.  Innganga í Evrópusambandið bjargar okkur ekki frá öllum hremmingunum sem við erum í og verðum í - en ég hef þá trú að hún auki mjög á stöðugleikann og tryggi grundvöll fyrirtækja og heimila til lengri tíma.

En nú eru tveir fundir framundan...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband