Leita í fréttum mbl.is

Líf og fjör á Álftanesi

Við sátum nokkur við eldhúsborðið hjá mér í gærkvöldi og ræddum pólitík - forsetahjónin bárust í tal - og við konurnar viljum fá Dorrit með okkur í saumaklúbb. Ég hef ekki verið í saumaklúbb síðan ég var 12 - en ég held svei mér þá ég væri til í að vera með Dorrit í klúbbi, það yrði örugglega hlegið, sagðar sögur og sköpuð nýyrði.

Verð að viðurkenna að fyrirsögnin um skapofsa forsetans á netmiðlunum núna kveikir lítið bros - ég sé ekki alveg fyrir mér hvernig hárgreiðslan verður í verstu köstunum LoL eða kannski sé ég það einmitt svo skemmtilega fyrir mér.

Auðvitað eru þessar umræður um forsetahjónin hálfleiðinlegar - en er ástæða til að taka þær mjög hátíðlega????

Sit núna og undirbý mig fyrir smáinnlegg sem ég á að vera með um skóla án aðgreiningar í borginni á morgun - verð alltaf ánægðari og ánægðari með þessa útfærslu á réttlátu skólakerfi.

Hér skín sólin svo stirnir á mjöllina - fagurt sem aldrei fyrr á Héraði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég pant vera með í saumaklúbb - ég hef aldrei verið í svoleiðis félagsskap

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:03

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

og ég,- Dorrit er frábær,- og þú ;)

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 12.2.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband