Leita í fréttum mbl.is

Jákvæðni og lausnaleit

Það er suma daga erfitt að vera jákvæð og horfa björtum augum til framtíðar.  Það er sérstaklega erfitt núna í febrúar 2009 - og sumir segja að ástandið eigi eftir að versna mikið næstu vikur og mánuði.  Kannski er þægilegast að horfa bara á dökku hliðarnar, gera ekkert því allt er hvort sem er að fara norður og niður og finna svo sökudólga í hverju horni.

Mér finnst tvennt afar erfitt í þessu ástandi:

  • Að horfa upp á fólk missa atvinnuna
  • Að finna að fólk er að missa trú á fyrirtækjum og stofnunum og jafnvel á náunga sínum

Þetta með atvinnuleysið er eðlilega lamandi og skelfilegt og bara hægt að biðja og vona að atvinnuástandið batni sem fyrst.  En á þeim vettvangi skiptir viðhorfið afar miklu máli - það að halda í vonina, vera bjartsýnn og þegar best lætur - reyna að búa til atvinnutækifæri fyrir sig og jafnvel fleiri hjálpar fólki í gegnum erfiða tíma - þó maður borði auðvitað ekki jákvæð viðhorf.

Tortryggni er eðlileg í ástandi dagsins - það er eðlilegt að fólk treysti ekki valdhöfum og sé skíthrætt um peningana sína. En þarna skiptir viðhorfið líka máli - það er munur á varkárni og tortryggni - ég hef á tilfinningunni að tortryggni geti skemmt afar mikið fyrir því að frumkvæði og mannauður nýtist sem skyldi - það að vera almennt jákvæður gagnvart fólki, hugmyndum og fyrirtækjum getur verið ákveðið hreyfiafl til framfara - maður má því ekki festast algerlega í því að treysta engum...

Með jákvæðu viðhorfi og trú á kraft okkar og visku getum við drifið okkur upp úr vandanum og farið að hugsa í lausnum.  Ég hef mikla trú á mínu fólki og veit að það býr yfir miklum sköpunarkrafti og hugmyndaauðgi sem þarf að nýtast til að byggja upp nýtt samfélag - við það finnst mér að opinberir aðilar þurfi að styðja með ráðum og dáð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband