9.2.2009 | 16:15
Jákvæðni og lausnaleit
Það er suma daga erfitt að vera jákvæð og horfa björtum augum til framtíðar. Það er sérstaklega erfitt núna í febrúar 2009 - og sumir segja að ástandið eigi eftir að versna mikið næstu vikur og mánuði. Kannski er þægilegast að horfa bara á dökku hliðarnar, gera ekkert því allt er hvort sem er að fara norður og niður og finna svo sökudólga í hverju horni.
Mér finnst tvennt afar erfitt í þessu ástandi:
- Að horfa upp á fólk missa atvinnuna
- Að finna að fólk er að missa trú á fyrirtækjum og stofnunum og jafnvel á náunga sínum
Þetta með atvinnuleysið er eðlilega lamandi og skelfilegt og bara hægt að biðja og vona að atvinnuástandið batni sem fyrst. En á þeim vettvangi skiptir viðhorfið afar miklu máli - það að halda í vonina, vera bjartsýnn og þegar best lætur - reyna að búa til atvinnutækifæri fyrir sig og jafnvel fleiri hjálpar fólki í gegnum erfiða tíma - þó maður borði auðvitað ekki jákvæð viðhorf.
Tortryggni er eðlileg í ástandi dagsins - það er eðlilegt að fólk treysti ekki valdhöfum og sé skíthrætt um peningana sína. En þarna skiptir viðhorfið líka máli - það er munur á varkárni og tortryggni - ég hef á tilfinningunni að tortryggni geti skemmt afar mikið fyrir því að frumkvæði og mannauður nýtist sem skyldi - það að vera almennt jákvæður gagnvart fólki, hugmyndum og fyrirtækjum getur verið ákveðið hreyfiafl til framfara - maður má því ekki festast algerlega í því að treysta engum...
Með jákvæðu viðhorfi og trú á kraft okkar og visku getum við drifið okkur upp úr vandanum og farið að hugsa í lausnum. Ég hef mikla trú á mínu fólki og veit að það býr yfir miklum sköpunarkrafti og hugmyndaauðgi sem þarf að nýtast til að byggja upp nýtt samfélag - við það finnst mér að opinberir aðilar þurfi að styðja með ráðum og dáð.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.