8.2.2009 | 18:14
Ekkert athugavert...
Davíð ætlar ekki að standa upp úr stól sínum án láta - enda hefur hann ekkert gert rangt!!!!! - í gær talaði ég um heimsku - í dag um siðleysi og fullkomna siðblindu - skyldi hann í alvöru halda að það sé best fyrir þjóðina að hann sitji þarns fastur á sínum f.... rassi - eða kannski verst.... og finnist það gott... Áfram Jóhanna - ekki láta hann buga þig - kallaðu færustu lögfræðinga og stjórnsýslufræðinga til þín til að losa megi karlinn úr stólnum sem allra fyrst.
Var á frábæru þorrablóti í gærkvöldi - Vallahreppur hinn forni hélt sitt blót á Iðavöllum - maturinn var frábær, súrmaturinn almennilega súr, hákarlinn vel kæstur og makkarónusalatið á sínum stað. Svo var dagskráin stórfín, mikið sungið, góður annáll og fín leikatriði - Gleðikvennafélag Vallahrepps, sem við Rannveig vinkona erum stofnfélagar í, fékk flott skot í tengslum við reiðhallarumræðuna og ég veltist um af hlátri þegar Jörundur Ragnarsson birtist með krullur og rósir og lék mig með tilþrifum.
Síðan var dansað til fjögur við fínan undirleik hljómsveitarinnar Nefndarinnar og það voru sárfættar, þreyttar en afar glaðar vinkonur sem yfirgáfu Iðavelli upp úr fjögur. Við Edda vorum fyrirfram ákveðnar í því að við færum síðastar úr húsi og stóðum galvaskar við það. Þessi þorrablót eru einstakar skemmtanir - ég slepp við að vera í nefnd næst - en veit þá að árið 2011 verður mitt ár og þá get ég tekið Berglindi Rós með mér í slaginn.
En englabossinn var að missa af flugvél - svo ég ætla að fara og spjalla við hrossin og gefa þeim tuggu - enda fékk ég óvænt frí frá morgungjöfinni.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir í gær Nína mín. Ég er að spá í hvort við verðum ekki að bjóða Jörundi og Jóni Gunnari í 20 ára afmælisfagnað Gleðikvennafélags Vallahrepps út á tilþrifin sem þeir sýndu í að leika okkur
Rannveig Árnadóttir (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:12
Takk sömuleiðis, Rannveig mín - já ekki spurning þeir sjá um skemmtidagskrána .
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 8.2.2009 kl. 19:38
Vúú 2011,- og 2000 nýliðið.......allsvakalegt takk fyrir....
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 8.2.2009 kl. 23:34
Sæl Jónína mín... já, þetta var alveg feiknalegt fjör og við skemmtum okkur konunglega :) Já, Jörundur kom skemmtilega á óvart .... fer að hlæja bara við tilhugsunina .. he he he.. og Jón Gunnar í háhæluðum skóm og Þór í gerfi Einars Ben..... jeezuzzz.... verður pottþétt rætt vel og vandlega í næstu fjölskyldu samkomu...
Takk fyrir skemmtunina mín kæra vinkona.. gerum þetta aftur, og aftur, og aftur, og aftur......................
Edda (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.