Leita í fréttum mbl.is

Spennandi dagur

Enn einn dagurinn sem maður getur vart slitið sig frá fréttaveitunum runninn upp.  Vonandi fáum við góðar fréttir af starfhæfri ríkisstjórn sem ætlar að einhenda sér í krefjandi verkefni í þágu íslensku þjóðarinnar.

Ég veit að forstætisráðherraefnið okkar er afar vinnusöm og dugleg og ég treysti því að hún muni stýra sínu fólki til mikilla og góðra verka.

Hóf daginn á fínum spinningtíma með flottum konum og frábærum kennara - þó maður sé nær dauða en lífi eftir svona tíma, finnur maður orkuna streyma um sál og líkama þegar andanum er náð eftir lætin.

Er búin með einn fund og svo er bæjarráðsfundur hjá mér í dag svo ég geri ráð fyrir að verja tímanum fram til fjögur í undirbúning hans. 

Náði aðeins að spjalla á netinu um skóla án aðgreiningar (inclusion) sem er skólapólitísk nálgun sem heillar mig verulega.

Góður dagur hingað til - vona að hann verði okkur öllum farsæll og góður. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband