17.1.2009 | 21:34
Mótmæli
Það er afar eðlilegt að mótmæla því sem manni finnst óréttlátt og heimskulegt, mér finnst eðlilegt að reitt og kvíðið fólk mótmæli ástandinu í þjóðfélaginu, á sama hátt og mér finnst skrílslæti og eyðileggingastarfsemi skemma fyrir góðum málstað. Vel ígrunduð mótmæli þar sem vitað er hverju er mótmælt og bent er á lausnir er uppbygglileg og til þess líkleg að skila bættu ástandi. Mér hefur aðeins fundist vanta að bent sé á lausnir sem ganga upp í mótmælum síðustu vikna. Mér finnst ég upplifa verulega múgsefjun þar sem kallað er á eittvað nýtt án hugsunar um hvað það þýðir og kostar.
Sterkt ákall á inngöngu í Evrópusambandið eins og það sé það sem bjargar okkur út úr ástandinu er að mínu mati stundum notað til að leiða athyglina frá hinu eiginlega vandamáli sem er rýning á kerfinu sem brast og eftirlitsskyldu ríkisins í því sambandi. Auðvitað eigum við að skoða umsókn í Evrópusambandið - en hvar eru samningsviðmiðin okkar - hverju ætlum við að ná fram í þessum viðræðum - það er ekki nóg að tala bara um sjávarútveginn og landbúnaðinn og að þar ætlum við hvergi að hvika í verndun okkar auðlinda, við þurfum að hugsa um hvað við fáum og hvað við látum af hendi á fordómalausan og faglegan hátt. Núna er þjóðin í heild sinni á valdi sterkra tilfinninga, reiði og dómharka svífa yfir íslenskri lögsögu eins og hún leggur sig - og við lítum kannski á ESB sem töfralausn á ýmsum vanda en óvin okkar númer eitt um leið. Förum að móta okkur skynsamlega stefnu, rólega og yfirvegað en þó ákveðið.
Er búin að liggja í flensu síðan á miðvikudagskvöldið - en er öll að koma til - og kann að meta það. Það er þakkarvert að eiga orku í verkefni daganna. Megið þið eiga góða helgi
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð
Ég geri mér grein fyrir því að ekki er til nein töfralausn á þeim aragrúa vandamála sem við stöndum nú frammi fyrir.
Ég geri mér líka grein fyrir því að það er til fjöldi fólks sem veit miklu frekar og betur hvaða lausnir eru í stöðunni, hverjar þeirra henta okkur og hvernig er best að ganga til verks.
Það sem ég geri mér samt best grein fyrir er að fólkið sem kom okkur í þetta klandur er ekki fólkið sem á að bjarga okkur úr því. Því treysti ég ekki. Þetta sjá allir, sama hvort þeir eru almennir borgar, stjórnmálafræðingar, Íslendingar eða útlendingar. En þetta virðist ríkisstjórnin ekki vilja sjá. Eins og var svo vel sagt í Silfrinu í gær, þá á ekki að persónugera lausnina ef það á ekki að persónugera vandann.
Nýtt fólk. Strax! Annars get ég ekki, samvisku minnar vegna, kosið Samfylkinguna aftur.
Esther Ösp Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 11:21
Er að flestu leyti alveg sammála þér - og vona sannarlega að þú kjósir Samfylkinguna áfram, því þurfum á góðu fólki eins og þér að halda. Velti samt fyrir mér hvort það á að skipta um allan flotann á einu bretti???
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 19.1.2009 kl. 12:00
Ég held að það sé óhætt að skipta öllum út. Það eru nú ekki svo margir í ríkisstjórninni.
Esther Ösp Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.