4.12.2008 | 07:02
Samræming
Stundum finnst mér það vera mitt aðalverkefni að samræma vinnu/nám/pólitík og einkalífið. Veit að ég er ekki ein um þá skoðun. Upplifði tvö svona dæmi í gær þegar ég lét þvottavélina væla því ég var niðursokkin í að setja upp grind að verkefni - en hef mun oftar hlaupið frá náminu í þvottinn... Í gærkvöldi stakk ég svo af áður en bæjarstjórnarfundi lauk því ég var búin að lofa örverpinu mínu að fara með henni á spilakvöld í skólanum... stundum finnst mér þessi stöðugu skiptingar þreytandi, langar bara til að geta einbeitt mér algerlega að einu verkefni... en á maður ekki bara að vera þakklátur fyrir að hafa heilsu og orku í mörg verkefni.
Við spiluðum félagsvist í gærkvöldi, 13 ára unglingarnir virtust skemmta sér konunglega með foreldrunum, spilakvöld virðist vera svona pabbaverkefni því mikill meirihluti foreldranna var karlkyns aldrei þessu vant á foreldrakvöldi. Skemmtilegt að leika hlutverk bæði pabba og mömmu í lífi stórskemmtilegs unglingsins míns. Krakkarnir voru kurteis og skemmtileg og virðast njóta þess að gera eitthvað með fullorðna fólkinu, þurfum að gera meira svona.
Í dag liggur fyrir að drífa sig í ræktina í smástund, fara síðan að vinna verkefni um stærðfræðierfiðleika og skreppa síðan á málþing um unglinga í menntaskólanum síðdegis. Ætla svo að byrja að skrifa á jólakortin í kvöld með tilheyrandi jólatónlist, sherrydrykkju og kertaljósum.
Ég reyni að stilla mig í pirringi mínum yfir nýjustu yfirlýsingum Davíðs Oddssonar um sárasakleysi sitt í efnahagsástandi þjóðarinnar og hugsanlegri endurkomu sinni í pólitík. Skyldu sjálfstæðismenn enn elska hann og dá og vilja hann aftur inn í stjórnmálin??
Bloggvinir
-
annapala
-
annaragna
-
annriki
-
agustolafur
-
arnith2
-
baldurkr
-
gattin
-
bryndisfridgeirs
-
brandarar
-
dofri
-
drifakristjans
-
gleraugun
-
saxi
-
huld
-
fjolan
-
logbjorg
-
gutti
-
gudnydrifa
-
gurrihar
-
gudrunjj
-
gudrunkatrin
-
gunnaraxel
-
hafsteinnkarlsson
-
hallibjarna
-
heidathord
-
hildajana
-
ingabaldurs
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jonaa
-
joningic
-
kallimatt
-
kolbrunb
-
kopasker
-
daudansalvara
-
lara
-
olinathorv
-
ragnhildur
-
rosa
-
amman
-
sisshildur
-
svalaj
-
svavaralfred
-
svenni
-
tjorvi
-
vefritid
-
thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég spyr nú bara....hefur DO nokkuð farið úr stjórnmálunum ?
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 4.12.2008 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.