30.11.2008 | 08:08
Fyrsti sunnudagur í aðventu
Aðventustjakinn er kominn á sinn stað með nýjum kertum og kveikt verður á kertinu með ákveðinni viðhöfn á eftir. Það er svo sannarlega jólalegt á Héraðinu núna. Það voru mikil viðbrigði að koma út úr flugvélinni í gær, marautt í Reykjavík en talverður snjór hér. Færðin hér er hálfleiðinleg, laus snjór ofan á talsverðri hálku, svo maður lendir auðveldlega í vandræðum ef farið er út af aðalleiðunum. Ég er hrædd um að snjómoksturinn hér hafi lent í einhverju uppnámi við fráfall Malarvinnslunnar, þarf að kynna mér það mál á mánudaginn.
Er búin að vera í borginni í rúma viku, í skólanum og aðeins í pólitíkinni. Það var mikið að gera í skólanum, enda síðustu staðlotur á önninni og verið að ljúka verkefnum í öðrum kúrsinum og undirbúa lokaverkefni í hinum. Það er frábært að fá tækifæri til að kynnast nýju fólki og nýjum hugmyndum í gegnum þetta nám, maður er ríkari eftir en áður. Nú þarf bara að bretta upp ermar og vinna ákveðið að því að ljúka því sem eftir er fyrir 15. desember. Reykjavík er frábær með öllu því yndislega fólki sem maður á þar og Héraðið er yndislegt því þar eru yngri börnin mín, heimilið mitt, vinir og kunningjar og mikið af spennandi viðfangsefnum.
Í dag stendur til að halda áfram að koma heimilinu á réttan kjöl eftir langa fjarveru mömmunnar, setja upp jólagardínur í eldhúsinu, baka tvær sortir af smákökum og elda svo kjötsúpu í kvöld. Berglind Rós stjórnar aðgerðum, hún er komin í mikið jólaskap, er búin að pakka inn einhverju af jólagjöfum, spilar og syngur jólalögin og þráir að farið verði að baka eitthvað...
Á morgun tekur svo pólitíkin við af fullum þunga - þar þarf ég að setja mig inn í ýmislegt aftur eftir vikufjarveru, ljúka þarf fjárhagsáætlanagerð og ýmsu öðru fyrir jól...
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.