17.11.2008 | 11:50
Egilsstaðir - Reykjavík - Egilsstaðir - Reykjavík - Egilsstaðir
Ritstífla hefur verið að hrjá mig undanfarið - svo nú verður skrifað í yfirlitsstíl til að rekja það helsta sem á daga mína hefur drifið og hvað er framundan.
Yfirlit síðustu viku:
- Konukvöldið var fínt - var samt ekki til enda, kannski aðeins að eldast...
- Fjárhagsáætlanagerðin gengur sinn vanagang - það er gott að finna að allir eru tilbúnir til að vinna saman að sparnaði og hagræðingu.
- Fjármálaráðstefnan var ágæt - sambandið var með ágætar upplýsingar, fjármálaráðherra talaði töluvert en sagði lítið, ráðherra sveitarstjórnarmála sagði mun meira - en auðvitað hefðum við viljað fá enn skýrari skilaboð. Dr Gylfi Zöega hagfræðingur og prófessor var frábær, hann sagði mikið, var útskýrandi, mannlegur og skemmtilegur - hér eftir mun ég alltaf sperra eyrun þegar hans er getið í fjölmiðlum. Það er auðvitað gott að hitta aðra sveitarstjórnarmenn sem eru í svipuðum sporum og maður sjálfur og bera bækur sínar saman við þeirra bækur.
- Námið gengur bara ágætlega - ég notaði tækifærið þegar ég var í bænum í vikunni og hitti hópinn minn í kenningakúrsinum, við hittum leiðsagnarkennarann okkar og komumst að því að við værum langt komnar með lokaverkefnið okkar - við unnum vel í tvo tíma og nú vantar bara rétt herslumuninn sem verður gerður þegar við hittumst næst 24. og 25. nóv. Ég hitti líka Dóru Bjarnason og námsráðgjafa til að skipuleggja framhald námsins míns.
- Svo var haldið upp á fimmtugsafmælið hennar Rannveigar á laugardagskvöldið, glæsileg veisla og skemmtileg. 100 fermetra íbúðin hennar Rannveigar var gerð að veislusal fyrir 70 manns með því að umbreyta bílskúrnum og tjalda yfir hluta af pallinum hennar. Fín veisla með skemmtilegu fólki og frábærum veitingum. Við Gleðikonur tróðum aðeins upp að vanda - fín æfing fyrir 20 ára afmælið 1. mars. Rannveig á afmæli í dag - til hamingju með það vinkona.
Verkefni næstu daga
- Fundur með þingmönnum kjördæmisins eftir hádegi í dag.
- Bæjarstjórnarfundur á miðvikudaginn þar sem nýtt aðalskipulag verður vonandi afgreitt.
- Áframhaldandi vinna að fjárhagsáætlun, 1. umræða í bæjarráði í næstu viku.
- Lærdómur m.a. undirbúningur að útvarpsþætti um skóla án aðgreiningar
- Heimilisstörf og fjölskylduspjall
- Flokksstjórnarfundur á laugardag og námslota í næstu viku
Skemmtileg fjölbreytni í verkefnum og nóg að gera, fer enn í hlutverk Pollýönnu og þakka fyrir að vera hraust og virk og geta sinnt mörgum spennandi verkefnum á ýmsum sviðum lífsins.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir góða veislustjórn gæskan og takk kærlega fyrir gleðikvenna-bremsubólu-ullarsokkana sem ég á örugglega eftir að nota mikið í kreppunni í vetur.
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.