Leita í fréttum mbl.is

Enn einni vikunni að ljúka

Tíminn líður hratt, mér finnst vikurnar þjóta hjá, hraðar og hraðar eftir því sem aldurinn færist yfir - hef heyrt að eitthvað hægi á aftur, síðar...

Vann þann sigur þessa vikuna að fara og hreyfa mig alla morgna, notaði tæknina - taktu bara einn dag í einu og hún virkaði greinilega...Smile Það gefur mér orku og kraft í dagana að hreyfa mig og mér finnst ég þurfa sérstaklega mikla orku núna. 

Október og nóvember eru annasamir mánuðir í sveitastjórnarmálum, verið er að ganga frá áætlunum fyrir næsta ár og yfirleitt er það verk sem krefst yfirlegu og vinnu, verkefni sem tekur tíma en langt frá því að vera óyfirstíganlegt... Árið 2008 er öðruvísi - óvissan er lýjandi og orkufrek - verkefnið sem áður krafðist bara vinnu - er eiginlega óvinnandi... en við reynum eftir bestu getu.

Bæjarráðið er þessa dagana að heimsækja stofnanir sveitarfélagsins, við heimsóttum stórar og smáar stofnanir í gær og ég sá enn einu sinni að það er gott starf unnið alls staðar - og starfsfólkið okkar á hrós skilið fyrir að gera það besta úr aðstöðunni sem það hefur til umráða, starfið er ekki háð byggingunni sem það fer fram í - en sumsstaðar er aðstaðan þannig að það verður að bæta í - því gerði ég mér enn betur grein fyrir í gær.  Það verður unnið mjög markvisst að því að stöðva ekki þær framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru - ef nokkur kostur er að afla lánsfjár, verður krepputal ekki látið stöðva okkur í áframhaldandi uppbyggingu blómlegs samfélags á Fljótsdalshéraði.

Í dag höldum við áfram í stofnanaheimsóknum - byrjað verður á Hallormsstað, í mínum gamla skóla, hlakka til að heimsækja skóginn í fallega haustveðrinu sem er hér í dag....

Þegar ég kem heim síðdegis verð ég að fara að hugsa um lýðræðislega skóla og hvernig þeir vinna að því að taka við hinni margbreytilegu nemendaflóru, það eru verkefnaskil um þetta efni á sunnudaginn í öðrum kúrsinum mínum. Í hinum höldum við áfram að spá í hegðunarfrávik út frá sjónarhóli nemandans. Spennandi og nátengt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er þokkalega sátt við þig að mæta svona vel í spinning. 

Geri svo bara fastlega ráð fyrir þér í næstu viku. 

Dandý (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 13:51

2 identicon

Mikið er ég stolt af þér Jónína mín.... Að taka einn dag í einu hefur alltaf verið gott ráð... á líka við núna . Gangi þér vel, sjáumst hressar í þar næstu viku.

Edda (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband