Leita í fréttum mbl.is

Fín Akureyrarhelgi

Það var frábært að slaka á með vinkonunum um helgina - heiti potturinn var þjóðnýttur í þágu slökunar og stelpusnakks. Drykkirnir á pottbarminum spönnuðu allt sviðið frá blávatni til óblandaðs viskýs í takt við umræðurnar sem teygðu sig frá mataruppskriftum um skólaskipulag og karlamál til efnahagsmálanna og lausnar á þeim.

Við skoðuðum aðeins hvað verslanir á Akureyri hafa upp á að bjóða - við Þórveig vorum í leiðbeiningarhlutverkinu - en Eydís og Edda mátuðu, tóku sýningarstúlkutilþrif og keyptu auðvitað svolítið. Greifinn var heimsóttur , salötin og pastaréttirnir prófaðir og lítillega dreypt á hvítvíni með.  Punkturinn yfir i-ið var svo dansleikur með Geirmundi á Vélsmiðjunni - við dönsuðum mikið og skemmtum okkur konunglega en vorum líka skynsamar og drifum okkur heim á skikkanlegum tíma. Mikið sem var gott að eiga eina svona slökunarhelgi í amstri daganna.

Planið var að dagurinn í dag ætti að vera fundardagur með þingmönnum kjördæmisins - en það er svo mikið um að vera í þinginu og hjá ríkisstjórninni að þeim fundum verður frestað eitthvað.  Fundaði í morgun með forseta bæjarstjórnar, fjármálastjóra og þróunarstjóra um skipulag næstu vikna.  Þar bera auðvitað hæst fjárhagsáætlanagerð - sem reyndar er ágætlega á veg komin hjá okkur - en það eru margir óvissuþættir í slíkri áætlanagerð í dag - svo við gefum okkur jafnvel lengri tíma í hana en við erum vön - í þeirri von að einhverjir óvissuþættir skýrist á næstu vikum.

Fljótsdalshérað stendur vel -  við sjáum fram á að þurfa ekki að fara í mikinn niðurskurð á fyrirhuguðum framkvæmdum sem er afar gott því fyrirtæki teysta á að fá verkefni hjá okkur - það lítur út fyrir að atvinnulífið hér á Héraðinu sé í nokkuð góðum málum. 

Pollýönnuleikurinn verður því leikinn sem aldrei fyrr - bjartsýni og jákvæðni lengi lifi....

En nú verð ég að bregða mér mjög ákveðið í hlutverk skólastúlkunnar - verkefnin bíða í talsverðum stöflum á því sviði.  Í dag ætla ég að lesa um hugmyndir Bordieu um mennnigararfinn og hlutverk skólans í að viðhalda honum eða hreyfa við honum, mjög spennandi hugmyndafræði og hápólitísk sem gerir hana enn meira spennandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ertu með tíkó og  í köflóttu pilsi og þess háttar..  eða ertu að læra. ?

 ekki alveg að skilja þetta með skólastelpuna. 

Dandý (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:42

2 identicon

Auðvitað er ég að læra, Dandý - ekki með tíkó   Það er bara svo langt síðan ég hef setið svona dag eftir dag og lært að ég fæ "flassbakk" til þess að ég var ung og óreynd skólastelpa!!!

Jónína Rós (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 12:01

3 identicon

Takk fyrir síðast mín kæra vinkona.... þetta varð frábær helgi, stóðst allar mínar væntingar og umfram :) Hlakka til að setjast niður við gott tækifæri og rabba um alla heima og geima...

Ég komst ekki í spinning í morgun en fer í ræktina í fyrramálið..... CU

Edda (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband