Leita í fréttum mbl.is

Vatnajökulsþjóðgarður

Það hefur verið spennandi að fylgjast með undirbúningi að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðsins.  Risavaxið verkefni sem felur í sér afar mörg tækifæri fyrir sveitafélög, ferðaþjónustuaðila, verslun og þjónustu og fleiri.  Þjóðlendumálin hafa þó truflað undirbúninginn töluvert - þeir sem standa í ströggli í því máli eru ekki tilbúnir að leggja lönd sín inn í þjóðgarðinn svo hann er svolítið götóttur enn, vonandi breytist það smám saman svo draumurinn um þjóðgarð þvert yfir landið frá ströndinni sunnan Vatnajökuls að Skjálfanda í norðri verði að veruleika. 

Verndunaáætlanir verða örugglega umdeildar en með góðu samráði við landeigendur næst vonandi farsæl lausn.

En nú bíður kvennahlaupið okkar Berglindar Rósar - komnar í fjólubláu bolina og í starholunum.

Og síðan klukkan 3 er formleg opnun þjóðgarðsins á Skriðuklaustri - það verður gaman að vera með þar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband