Leita í fréttum mbl.is

Austurland tækifæranna...

Það er auðvelt að vera bitur og svartsýn Héraðskona í dag og syngja lok. lok og læs...

En ég ætla að velja aðra leið - Pollyönnuleikurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér - ég ætla að leika hann enn einu sinni og horfa á tækifærin sem við eigum til uppbyggingar á Austurlandi.  Í dag var ég á ferð um þéttbýlið við Lagarfljótið með grænlenska þingmenn sem voru hér á ferð - þá gerði ég mér enn betur grein fyrir því enn áður að uppbyggingin hér hefur verið og mun verða stórkostleg.  Miðbærinn, grunnskólinn sem við tökum skóflustungu að á morgun, ný deild í leikskólanum Skógarlandi, tvær nýjar deildir í leikskólanum Hádegishöfða, menningar- og stjórnsýsluhúsið, Þekkingarsetrið, tónlistarskólinn, og allur mannauðurinn sem fylgir starfseminni í þessum húsum..., fráleitt að örvænta...

Mogginn og Icelandexpress hafa ekki hugsað málið til enda - tímabundin vandræði leggja þau á hliðina - við sveitavargurinn leggjum ekki upp laupana þó að mótvindar blási um stund .......... Áfram Austurland. Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Voru grænlendingarnir búnir að vera á ferð á Þverárfjalli?

Jón Halldór Guðmundsson, 4.6.2008 kl. 01:08

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er eitt og annað í gangi hjá okkur og ekki þarf að örvænta þar til kemur að ferðaþjónustunni.  Við flytjum inn í gegnum höfnina á Seyðisfirði fjölda manns, en á Egilsstöðum stendur vannýtt mannvirki, sem flutt getur inn tugþúsunda ferðamanna, ef rétt er á málum haldið.

Er ekki eitthvað að hjá okkur í markaðssetningunni?  Er Markaðsstofan að vinna sitt verk?  Er nægu fjármagni varið í þennan málaflokk?  Er nægjanleg samstaða meðal ferðaþjónustuaðila?  Eru bæklinga þannig að þeir vekji áhuga á að stoppa á Austurlandi?  Hver er markaðssóknin okkar erlendis?  Er það bara west-norden ráðstefnan?

Svona mætti lengi spyrja. 

Pollýönnuleikurinn er ágætur svo langt sem hann nær, en ég held því miður að við austfirðingar séum í öðrum og alvarlegri leik, nefnilega Strútsleiknum.  Við stingum bara hausnum í sandinn þegar kemur að ferðaþjónustunni.
 
Þetta er óþægilegur málaflokkur!! 
Það kostar peninga að markaðssetja!! 
Ýtum þessu bara frá okkur!!

Er ekki rétt að fara í alvöru að skoða markaðssetninguna og ferðaþjónustuna eins og um alvöru atvinnugrein væri að ræða??

Benedikt V. Warén, 4.6.2008 kl. 10:06

3 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

 Jón Halldór - okkar Grænlendingar þekktu ekkert þennan ísbjörn og þverneituðu að hann væri á þeirra vegum, en þeir lágu ekki á því að hættulegir gætu þeir verið, þegar umræðan kom upp um hvort rétt hefði verið að svæfa hann svefninum langa...

Pelli - hárrétt hjá þér með ferðaþjónustuna og vannýtta möguleika - tökum þessa umræðu í Finnlandi... En Pollýönnuleikurinn er nú samt skemmtilegur...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 4.6.2008 kl. 12:17

4 Smámynd: Guðbjörg Anna

Ég skil ekki af hverju þú varst ekki bara skírð Pollýanna.. þú ert hún.. þú ert alltaf í þessum leik og hefur verið frá því ég man eftir mér.. enda reyndirðu mikið að láta mig lesa bækurnar.. ég las eina.. en nennti svo ekki meir... kannski ég ætti að fara í að lesa þær og svo secret bókina á eftir og ath. hvort ekki verður allt í blóma hjá mér =)

Guðbjörg Anna , 6.6.2008 kl. 10:10

5 identicon

Pollýanna lengi lifi. Það er miklu betra að lifa eftir hennar lífsviðhorfum en viðhorfum bölsýnismanna.

Það fer rosalega mikil orka í að vera alltaf svartsýnn og trúa því að allt sé afleitt nema ef svo ólíklega vildi til að það reyndist bærilegt.

Allt er gott nema annað komi í ljós

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 18:43

6 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Ég er mjög hrifin af jákvæðu lífsviðhorfi - það kemur afar vel fram í Pollýönnuleiknum, en auðvitað verður maður að horfast í augu við ýmis konar neikvæða atburði og ráðast á vandann sem þeim fylgir.

En ég mun kenna barnabörnunum mínum og kannski barnabarnabörnunum Pollyönnuleikinn í einhverri mynd....

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 7.6.2008 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband