1.6.2008 | 22:44
Áfangar
Við erum alltaf að minnast og halda uppá hvers kyns áfanga í lífinu. Um þessa helgi er ég búin að halda upp á tvo - annars vegar 100 ára afmæli heimabæjarins míns, Hafnarfjarðar, og hins vegar 30 ára stúdentsafmæli árgangsins míns úr Flensborg. Gleðilegir áfangar - Hafnarfjörður skartaði sínu fegursta, einstakt náttúrulegt umhverfi og smekkleg manngerð umgjörð í góðum kokteil gera bæinn flottan og áhugaverðan, ég er montinn af fæðingarbænum mínum.
Hinir síungu stúdentar um fimmtugt voru sprækir og hressir, mér fannst við öll einstaklega klár, skemmtileg og falleg... og held að um það hafi verið alger samstaða í hópnum. Undirbúningshópurinn stóð sig frábærlega, bjó til fína blöndu af menningu og skemmtun. Guðrún Ásmundsdóttir var frábær leiðsögumaður frá Hafnarfirði í Herdísarvík, fræddi okkur um margar hliðar Einars Benediktssonar og sagði okkur frá lífi hans og ekki síst frá konunum í lífi hans..., fróðlegt og skemmtilegt..., við borðuðum frábæra humarsúpu í Rauða húsinu á Eyrarbakka, skemmtum hvert öðru með gamni og alvöru og nutum samverunnar - þau hörðustu enduðu á Fjörukránni - þaðan gekk ég heim til mömmu um tvöleytið og leið eins og unglingi þegar ég læddist í bólið....
Skemmtilegt að eiga sterkan uppruna á einum stað, rækta hann og finnast mikið til um hann og eiga síðan heimili á öðrum stað og hafa átt það hálfa ævina og upplifa þann stað líka svo ákveðið sem sinn stað. Héraðið á stóran sess í hjarta mínu eins og Hafnarfjörður, ég tel mig lánsama að þekkja bæði lífið á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi, af eigin raun og vita því hversu nauðsynlegt er að þessi mismunandi búsetuskilyrði styði hvert við annað og sýni hverju öðru skilning og umburðarlyndi. Sveitavargurinn og höfuðborgarrottan eiga að lifa saman í sátt og samlyndi....
Góð helgi að baki - nokkuð annasöm vika framundan þó ég sé að mestu leyti komin í frí í ME..., það er alltaf hægt að finna sér eitthvað spennandi að gera, grænlendingar í heimsókn, aðalfundur þekkingarnetsins, undirbúningur fyrir vinabæjarmót í Finnlandi, bæjarstjórnarfundur.... og svo þarf ég að rækta gelgjuna mína, sennilega mitt stærsta verkefni í næstu viku...
Varð að setja inn þessa guðdómlegu mynd sem Gunni Ólafs gróf upp af okkur Flensborgarliðinu frá því í den...
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með allt þetta, stúdentsafmælið, Hafnarfjarðarafmælið og útskrift einkasonarins. Nóg að snúast að vanda
Bestu kveðjur héðan af skjálftavaktinni
Sigþrúður Harðardóttir, 1.6.2008 kl. 23:12
Ég sá næstum því mynd af þér á bloggsíðu frænku minnar..
Dandý (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 09:43
Þetta er æðisleg mynd. Ohhh, þú ert svo flott með uppábrot á gallabuxunum - það var nú aldeilis smart að hafa þær svona.
Minnir mig á myndir frá Eiðum
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 19:29
Þú gerir mig forvitna Dandý - næstum því - er einhver draugagangur í gangi???
Takk fyrir hamingjuóskir Sissa, mín já og fagnaðarlætin yfir myndinni Rannveig - þarf að sýna þér aðrar guðdómlegar við tækifæri!!
Vona að þið farið að ná jafnvægi þarna á skjálftasvæðinu - það er allt með kyrrum kjörum hér - allir velkomnir
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 2.6.2008 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.