Leita í fréttum mbl.is

Vorkvöld í Reykjavík

Náði að upplifa tvö yndisleg vorkvöld á Höfuðborgarsvæðinu í fyrstu maíferðinni.  Það fyrra við fjörðinn fallega, drakk kvöldkaffi úti með mömmu og horfði til Snæfellsness, ekkert sérstaklega ljótt né leiðinlegt.

Seinna kvöldið var við sundin blá, í félagsskap skemmtilegra skólasystra úr sérkennslunáminu fyrir norðan, við verðum allar fallegri, skemmtilegri og vitrari með aldrinum og reynslan og þekkingin sem þessi hópur býr yfir eru einstakar - mér fannst mjög gaman að heyra hversu margar okkar taka sig ekkert sérstaklega hátíðlega og eiga auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar lífsins og starfsins.

Ég gat líka séð rómantíkina í því að vera úti í Reykjavíkurnóttinni að reyna að finna leigubíl ... og ekki síður að finna skógarilminn í Öskjuhliðinni á laugardaginn, sjá birkið vera að springa út og mannlífið blómstra í vorblíðunni.

Vorið er yndislegur tími - en óneitanlega er skemmtilegra að veðrið sé vorlegt...

Sumarið á Fljótsdalshéraði er annar yndislegur tími sem fær sína verðskulduðu umfjöllun síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alltaf blessuð vorblíðan.

Heldur þú að þú farir til berja í haust Nína?

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Við náum okkur aðeins í hrútaber í skóginum, Rannveig

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 10.5.2008 kl. 07:52

3 identicon

Hrútaber  ummmm, þau eru unaður.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband