1.5.2008 | 10:58
Hátíðisdagur
Þegar ég var krakki man ég eftir að hafa spurt af hverju búðin okkar væri alltaf lokuð á afmælinu hennar ömmu, 1. maí, lengi var mér nú sagt að það eitt og sér væri nú fullgild ástæða þess að loka öllu og flagga - enda amma afar merkileg kona.
En þegar árum mínum fjölgaði var útskýrt fyrir mér að þessi dagur væri baráttudagur verkalýðsins, ekki okkar dagur því við værum sjálfstæðir atvinnurekendur. En þegar ég fór að spjalla við ömmu um málið, kom annað sjónarmið í ljós, hún sagðist vera afar stolt af því að vera fædd þennan dag og þó hún væri ekki dugleg að sækja fundi eða ganga göngur fyrir bættum kjörum bæri hún mikla virðingu fyrir þeim sem það gerðu og ég skildi gera það líka og jafnvel verða virk í þessari baráttu þegar aldurinn færðist yfir mig. Ég hef nú ekki verið neitt sérstakleg virk á þessu sviði - en dugleg að sækja fundi...
Það er nauðsynlegt að minna sig á það reglulega að barátta fyrir réttlætismálum á að vera manni blóð borin og hluti af sjálfsmynd manns.
Verð alltaf jafnglöð þegar börnin mín fá þau ummæli að þau séu stjórnsöm og með sterka réttlætiskennd. Guðbjörg Anna var í foreldraviðtali í vikunni þar sem Karen Rós fékk nákvæmlega sömu umsögn og mamma hennar fékk frá 1. - 10. bekk - stjórnsöm en með sterka réttlætiskennd, tilbúin til að verja vini sína með kjafti og klóm... sterk gen sem greinilega eru ekki að þynnast út...
Vona að sanngjörn barátta launafólks fyrir bættum kjörum beri árangur - hún á fyllilega rétt á sér á tímum þar sem launabilið eykst stöðugt og umönun peninga og peningatengdra verkefna kallar á mánaðarlaun sem eru fáheyrð og myndu duga venjulegri fjölskyldu til ársframfærslu. Umönun fólks aftur á móti kallar á laun sem eru fáheyrð fyrir lága krónutölu...
Til hamingju með daginn, launafólk
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er bara ágætt að þetta þynnist ekkert út, ég hef ekkert farið illa á því að hafa þessi gen í mér og trúi því að dóttir mín geri það ekki heldur..
Við höfum það mjög gott í sauðburði.. 7 lömb sem eru búin að fæðast frá því við komum og Karen Rós segist eiga þau ÖLL
Réttlætinskenndin í henni kom svo upp í gær þegar hún sá að pabbi hennar var að marka, lambið fann til og það særði kenndina góðu í litla skassinu
Guðbjörg Anna , 2.5.2008 kl. 09:25
Það er hátíð í bæ.
Dandý (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.