Leita í fréttum mbl.is

Veggöng til Seyðisfjarðar

Átti skemmtilegan dag á Seyðisfirði í gær.  Verið var að halda upp á 25 ára afmæli Þróunarfélags Austurlands - en það var stofnað á Seyðisfirði 20. maí 1983. 

Ég tók að mér að vera ráðherrabílstjóri, náði í Össur Skarphéðinsson og aðstoðarmann hans Einar Karl á flugvöllinn um tvöleytið og við "brunuðum" sem leið liggur á Seyðisfjörð - yfir Fjarðarheiði - og það er skemst frá því að segja að hún var í ham - ekki þeim versta sem maður hefur séð - en veðraham eigi að síður - ferð okkar gekk vel enda búið að leigja undir okkar jeppa.  Mikið verður nú frábært þegar búið verður að leggja veginn í göng - þá má segja að það verði búið að færa samgöngur til Seyðisfjarðar til eðlilegs nútímahorfs.

Á Seyðisfirði voru svo stöðug hátíðahöld - skemmtilegar ræður - fín tónlist - og frábær matur - allavega til hálfellefu þegar bílstjórinn ók með sína farþega aftur yfir heiði í ham og varð enn ákveðnari í hversu hart þarf að berjast fyrir göngunum....

Össur stóð sig frábærlega - var skemmtilegur og málefnalegur og tók erindum sem borin voru fyrir hann af skilningi og áhuga. 

Endaði svo daginn á því að kíkja aðeins við í kennarapartý - samkennarar mínir eru skemmtilegir og litríkir persónuleikar svo ég sofnaði um eittleytið með bros á vör eftir frábæran dag Grin

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var nú einmitt að hugsa um það á leið minni norður í land í gær, þar sem við ókum í leiðinda skafrenningi, að það væri fallega gert af Fjarðarheiðinni að sýna sitt rétta andlit þar sem ég vissi af þér á ferð með ráðherrann.

Hvenær verður svo farið að borga í gegnum fjöllin okkar?

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 18:13

2 identicon

Smá ritvilla - á auðvitað að vera BORA en ekki BORGA

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 18:16

3 Smámynd: Guðbjörg Anna

Fékkstu þá að aka um á geggjuðum BMW eða BENS????

Guðbjörg Anna , 31.3.2008 kl. 10:17

4 identicon

Ég opnaði blogg á mbl - bara til að auðvelda mér að skrifa á þitt blogg og svo vísa ég þar á hana Lötu Grétu.

þetta er bara prufa til að sjá hvort þetta virki, en eigðu góðan dagn gæska.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 10:41

5 identicon

Svindl og sínarí, myndin kom ekki með eins og hjá Guðbjörgu

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 10:45

6 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Þú ert ótrúleg að stofna blogg, bara til að geta kommenterað á mig - er hreykin...

Það þarf ekki mynd - ég þekki þig alveg - en kannski ekki allir hinir - reyndu aftur..

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 31.3.2008 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband