28.3.2008 | 00:31
Tjá þú þig bara um uppeldi og mataruppskriftir, KONA!!!
Jahérna - á dauða mínum átti ég von - en ekki því að árið 2008 - væri mér sagt að tjá mig bara um þau málefni sem konur hefðu vit á - börn og mat. Miðaldra karlmaður - vel menntaður - tjáði sig á þessum nótum á 50 manna fundi áðan. Ég var svo grandalaus að ég áttaði mig ekki strax - svo óvanar eru konur orðnar því að karlar leggi í að tjá sig svona upphátt - grunur um slíkar hugsanir þeirra kviknar oft - en þessi ágæti karl staðfesti gruninn í kvöld. Tjáningarfrelsið er að hans mati bundið við að maður hafi faglega þekkingu á málum til að hafa leyfi til að tjá sig. Og hann benti mér á að mín faglega þekking næði ekki út fyrir heimilið, hugmyndin um eldavélatjóðrið býr enn í karlmannshugum ekki bara á Suðurlandi...
Litla dóttir mín sem er að lesa yfir öxlina á mér hlær - henni finnst ég betri í pólitíkinni en í eldamennskunni. Ég er hreykin af því að vera henni fyrirmynd að því að konur hafa getu og þor til að tjá sig um fleira en mat og börn - líka það sem maður hefur ekki háskólagráðu í.... Gott að vita til þess að dætur karla, sem gera lítið úr konum, eiga líka slíkar fyrirmyndir.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í hverju skyldi fagleg þekking þessa ágæta manns liggja? Um hvað má hann tjá sig?
Svona menn ætti náttúrulega að stoppa upp og setja á minjasafnið til varðveislu sem dæmi um karlrembu á háu stigi.
En þú ert góður kokkur, þannig að þú hlýtur þá að vera frábær pólitíkus
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 10:48
Er ekki rétt hjá mér að sá sem lét þessi orð falla sé ekki bara bóndi sem á í deilum við sveitarfélagið heldur sitji líka í bæjarstjórn ?
Og er ekki líka rétt hjá mér að fundarstjóri hafi verið maður sem skrifaði nýlega grein sem var svo uppfull af kvenfyrirlitningu að manni varð óglatt ?
Það er eins gott að konur hafa völd í þessu sveitarfélagi !!
Áfram Nína !
Þórunn Hálfdanardóttir (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:32
Svona fordómar eiga bara að stappa í þig og annað nútímafólk stálinu. Á meðanb svona viðhorf eru til, þá mega þeir sem vilja frjálsræði og jafnrétti ekki láta deigans íga.
Annars trúi ég að þetta hafi verið vanhugsaður brandari hjá aumingja manninum, er hann ekki búinn að biðjast afsökunar og draga orð sín til baka á einhvern hátt?
Jón Halldór Guðmundsson, 28.3.2008 kl. 15:46
2008 sagðir þú það ekki örugglega ?
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 28.3.2008 kl. 16:44
Takk fyrir hólið Rannveig mín - og takk fyrir hvatninguna Jón, Þórunn og Þórhildur Helga - það er 2008 - það eru konur við völd og engin bilbugur á mér - við berjumst til síðasta blóðdropa - fyrir okkur og komandi kynslóðir .
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 29.3.2008 kl. 00:34
Svona, svona! Ég skil ykkur vel, en hvað eruð þið að láta þetta fara í taugarnar á ykkur. takið þessu bara eins og hverju öðru bulli. Annars hef ég nú heyrt konur segja körlum að þeir ættu ekki að tjá sig mikið um kvenlæga hluti svo sem barnauppeldi og annað slíkt sem hafa þótt vera frekar fyrir konur hingað til. Annars er ég eiginlega hættur að skilja þetta karp sem er sífellt á milli kynjanna um hin og þessi málefni sem snúa að jafnrétti. Umræðan snýst of mikið um að einhver þurfi að gjalda fyrir það kynjamisrétti sem hefur viðgengist í gegnum tíðina. Annars styð ég jafnrétti kynjanna sé ekki af hverju annað kynið ætti að vera skör ofar eða neðar en hitt. Ég get flest sem konur geta, nema að ganga með börn og gefa þeim brjóst!!! Og ég hef ekki orðið var við að konur geti ekki gengt störfum þem hingað til hafa verið talin karlastörf!!!
Bara svona smá upplýsingar fyrir þig Nína, þá sagði Guðni Ágústsson aldrei þessi orð um að konan væri best geymd á bakvið eldavélina eða eitthvað svoleiðis!! Þessu var bara klínt á hann og verið óspart notað á hann honum til háðungar.
p.s. mér finnst að þú ættir a blogga um það hvað telst vera fjölskylduvænt samfélag/sveitarfélag nú á síðustu og verstu.
Bjarki Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.