23.3.2008 | 11:31
Gleðilega páska
Fallegur páskadagur á Héraði - og allir á þessu heimili búnir að finna páskaeggin sín og búnir að bragða líka. Merkilegt hvernig hefðir flytjast á milli kynslóða - á mínu æskuheimili var alltaf byrjað á því að ná í djupan disk og páskaeggið skorið snyrtilega í sundur og geymt í djúpdisknum inni í ísskáp þann mislanga tíma sem það tók að ljúka átinu. Auðvitað bar ég þennan sið áfram til barnanna minna og nú er djúpdiskurinn sjálfsagður - en karlmaðurinn á heimilinu er farinn að nota einhverja karlmennskustæla við að opna eggið - kannski til að samgleðjast æskuvininum Kristjáni Kröyer sem varð Íslandsmeistari í fitness í gær.
Í gær fór ég í sextugsafmæli til Elínar Kröyer - hún hélt upp á það í félagsheimili Vallamanna, Iðavöllum og þar var borðað, drukkið, sungið og dansað - ein danssyrpa við Skúla var nóg fyrir mig, flensuskrattinn er enn að gerjast í mér, svo ég var komin heim um hálfeitt leytið. Þau Elín og Steini bera aldurinn afar vel - ekki er það því að þakka að þau hafi verið svo dugleg að hvíla sig - þau hafa alið af sér fimm afar mannvænleg börn og alltaf unnið mikið - en lífsgleði og dugnaður eru greinilega fín yngingarlyf.
Í dag ætla ég að taka því rólega - fara eitthvað út og svo koma þau að borða með okkur í kvöld, fyrrverandi tengdaforeldrar mínir og mágkona. Við Guðmundur ætlum að gera tilraunir á þeim, ætlum að prófa að gera súpu af gæsalærunum sem hér eru til í bunkum og svo keyptum við skoskt krónhjartarkjöt - tilraunaeldhús verður semsagt sett á laggirnar hér í Kelduskógunum um kaffileytið. Góðar hugmyndir vel þegnar.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilega páskahátíð.
Krónhjartarkjöt er það besta sem ég hef bragðað !!
Bara láta liggja í rauðvíni smátíma,- krydda með villikryddi og steikja létt. Sætkartöflumús með ( sætar kart+engifer+hunang+furuhnetur) og klettasalat.
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 23.3.2008 kl. 11:59
Ein danssyrpa við hann Skúla er náttúrulega á við einn góðan tíma í ræktinni
Gleðilega páska og gangi þér vel í eldamennskunni.
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.