Leita í fréttum mbl.is

21.mars

Dagur sorgar og gleði í minni fjölskyldu.  Þennan dag fyrir 45 árum lést móðurafi minn, Hans Peter Christensen, aðeins sextugur að aldri og þennan sama dag 21 ári síðar dó pabbi minn aðeins 53 ára gamall.  Og enn, þennan sama dag, fyrir 17 árum síðan fæddist frumburður yngstu systur minnar, hún Jóhanna Herdís Sverrisdóttir, merkileg tilviljun sem sýnir hringrás lífsins og endurnýjun.

Það hefur óneitanlega áhrif á mann að missa annað foreldri sitt í blóma lífsins - ég var langt frá því að vera tilbúin að lifa lífinu án frábærs pabba þó ég væri orðin 25 ára þegar hann dó - ég á enn erfitt með að sætta mig við að hann skildi ekki fá að verða afi - að börnin mín fengju ekki að hlæja og fíflast með honum eins og ég og trúa honum fyir sínum hjartans málum eins og var svo gott - en ég hef gert það sem ég hef getað til að halda minningu hans á lofti ekki síst með því að nota hann sem fyrirmynd í foreldrahlutverkinu.

Dagur góðra minninga - dagur söknuðar og dagur gleði yfir henni Jóhönnu Herdísi - til hamingju með daginn, elsku frænka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona er nú gangur lífsins Nína mín. Ástvinir koma og fara. Mestu skiptir að eiga góðar minningar :)

Vona að dagurinn verði ljúfur og góður hjá þér og þínum.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Það er svo skrýtið með þessa daga. Pabbi minn, sem dó langt um aldur fram líkt og ykkar, dó 20. mars. Þetta fannst okkur Hönnu Petru alltaf merkileg tilviljun-einn dagur á milli.  Mörgum, mörgum árum seinna eignast mamma annan mann og hann er fæddur þennan sama dag. Veit ekki hvort þetta geta talist tilviljanir!

Tek undir með hamingjuóskir til Jóhönnu Herdísar og vona að þið öll hafið átt yndislega páskahátíð.

Sigþrúður Harðardóttir, 24.3.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband