Leita í fréttum mbl.is

Föstudagurinn - langi

Man eftir að þegar ég var krakki var föstudagurinn langi - hræðilega langur og hræðilega leiðinlegur.., það mátti ekkert gera, ekki einu sinni spila....

Velti því fyrir mér á krakkaárunum og enn frekar núna hvort slíkt sé guði velþóknanlegt - krossfesting Jesú var auðvitað sorgleg en samkvæmt friðþægingarboðskap lúthersku kirkjunnar undirstaða hins gleðilega páskaboðskapar - svo ég vil hafa föstudaginn langa góðan fjölskyldu og útivistardag.

Verð að viðurkenna að hann er mikill letidagur hjá minni fjölskyldu núna - enginn kominn á fætur - en það er nú bara partur af prógramminu...

Eydís vinkona mín hringdi í gær og bauð upp á útivist í dag og mat í kvöld - vinkonur eru nú alveg yndislegar og ómissandi, ég gæti allavega ekki verið án þeirra....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband