Leita í fréttum mbl.is

Þegar lítil börn verða allt í einu stór

Í dag er verið að ferma hann Gunnar Kristin Jónsson, hann er æskuvinur hennar Berglindar Rósar og sonur Jóns og Kristínar sem eru góðir vinir okkar og fyrrum samstarfsfólk á Hallormsstað.  Þessi staðreynd fær mig til að sakna mannlífsins á Hallormsstað - þegar gamli hópurinn var þar voru fermningarveislur sjálfsagt samstarfsverkefni - ég fékk hjálp við tvær og man ekki eftir að hafa beðið um hjálp - hún kom bara, ég hjálpaði til við einhverjar - það þurfti ekki að biðja um það... Frábær kostur við búsetu á litlum stað þar sem samvinna var almennt viðhöfð bæði í leik og starfi.  Til hamingju öll...., sakna þess að vera ekki með en það gekk ekki í þetta skipti. Guðbjörg Anna og Karen Rós verða fulltrúar fjölskyldunnar.

Vetrarfegurðin er stöðug hér á Héraðinu - ég fer og kaupi brauð á eftir til að lokka hana Oddrúnu til mín - hlakka til að leika mér aðeins við hrossastóðið....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eitt sinn ég var lítil og nú er ég stór

Dandy (IP-tala skráð) 18.3.2008 kl. 17:20

2 identicon

Dandý mín, þú ert ekkert rosalega stór

En tíminn flýgur og mér finnst alveg með ólíkindum að sjá litlu börnin sem allt í einu eru sest undir stýri á bíl. Þessi börn eru ekki fyrr hætt að nota bleiu en þau eru gift og farin að heiman

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband