1.2.2008 | 09:18
Útilokar ein samgöngubót aðra?
Það er vont þegar fólk er svo sjálflægt að það getur ekki unnt öðrum úrbóta. Mótmæli gegn Öxi eru því miður staðarpólitík, þar sem þeir sem vilja að leiðin með ströndinni á Miðausturlandi verði meginleið um Austurland, unna ekki öðrum íbúum Austurlands styttingar leiða og vegabóta.
Mér finnst að allar vegabætur á Austurlandi séu fagnaðarefni og því samgleðst ég Fjarðarbyggðarbúum mjög með Norðfjarðargöng og nýjan veg um Hólmaháls.
Vegabætur á Austurlandi eru fagnaðarefni allra Austfirðinga - gætum þess að setja engar þeirra í uppnám með sundrungu og öfund....
![]() |
Öxin klýfur Austfirðinga í herðar niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggvinir
-
annapala
-
annaragna
-
annriki
-
agustolafur
-
arnith2
-
baldurkr
-
gattin
-
bryndisfridgeirs
-
brandarar
-
dofri
-
drifakristjans
-
gleraugun
-
saxi
-
huld
-
fjolan
-
logbjorg
-
gutti
-
gudnydrifa
-
gurrihar
-
gudrunjj
-
gudrunkatrin
-
gunnaraxel
-
hafsteinnkarlsson
-
hallibjarna
-
heidathord
-
hildajana
-
ingabaldurs
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jonaa
-
joningic
-
kallimatt
-
kolbrunb
-
kopasker
-
daudansalvara
-
lara
-
olinathorv
-
ragnhildur
-
rosa
-
amman
-
sisshildur
-
svalaj
-
svavaralfred
-
svenni
-
tjorvi
-
vefritid
-
thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í mínum huga er ekki spurning að það á að vera greiðfær vegur um Öxi, það munar svo miklu þegar maður fer á milli Egilsstaða og Hafnar.
Það er heldur ekki spurning í mínum huga að það á að vinna að því með odd og egg að bora í gegnum alla fjallgarðana hér fyrir austan svo tengsl byggðana eflist og að við eigum hér nokkra öfluga byggðakjarna. Það er grundvöllur fyrir góðri þjónustu að samgöngur séu greiðar.
Ef við losnum við að vera hér prílandi upp á fjallatoppa til að komast milli byggðarlaga þá er hægt að láta hvern stað sérhæfa sig með tiltekna þjónustu sem nýtist öllum á Austurlandi.
Eins og samgöngumálin eru í dag er t.d. ekki gott fyrir Héraðsmenn að fá botnlangakast um þessar mundir og þurfa að treysta á skjóta ferð á Norðfjörð.
Við verðum að standa saman um þessar framkvæmdir í hvaða röð sem þær komast á koppinn.
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 09:49
Tek undir þetta stelpur. Stöndum nú saman!
Jón Halldór Guðmundsson, 1.2.2008 kl. 10:44
Það er ekki Öxin sem klýfur Austfirðinga, það eru nokkrir þvergirðingar í bæjarstjórnum, sem munu enn um sinn reyna að standa í vegi fyrir öllum samgöngubótum, nema á mið-Austurlandi (lesist: Fjarðabyggð).
Þessir sömu fulltrúar voru eins og smjör, þegar var verið að koma álveri og virkjun á koppinn, en nú eru þeir aftur komnir í skotgrafirnar.
Benedikt V. Warén, 1.2.2008 kl. 13:29
Legg ég svo til og mæli svo með að lagður verði á sérstakur Austurlandsskattur á íbúa þess fjórðungs, og fé því sem þannig safnast verði ráðstafað til samgöngubóta.
Neopúritaninn, 2.2.2008 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.