Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár kæru vinir og bestu þakkir fyrir samskiptin á liðnum árum.  Áramót eru nýtt upphaf, ný tækifæri, ný verkefni og spennandi óvissa...

Ungfullorðnu börnin mín segja að nýársdagur sé leiðinlegasti dagur ársins, allt sé lokað og ekkert hægt að gera..., mér finnst nýársdagur skemmtilegur dagur, Joe Boxer er nýttur til hins ýtrasta og það er eðlilegt að vera löt og gera fátt og lítið...

Við áttum góð fjölskylduáramót, fjórir ættliðir gættu sér á austfirsku góðgæti, hreindýri,lambi og lerkisveppum með hvers kyns nýstárlegu góðgæti ættuðu af fjarlægum slóðum...

Um leið og ég aðstoðaði tendamömmu mína fyrrverandi við að koma tengdapabba í rúmið á sjúkrahúsinu um eittleytið í nótt, dáðist ég að yndislegum ungum stúlkum sem hugsa um aldraða af einskærri alúð í bland við húmor og hvatningu, ef einhverjir eiga skilið að vera á góðum launum þá er það fólk sem vinnur umönunarstörf af alúð og trúmennsku...

Ég kíkti svo aðeins á Rannveigu vinkonu mína og við gerðum enn eina atlöguna við lífsgátuna um leið og við veltum fyrir okkur þeim veruleika að á þessu ári verða þau merku tímamót í lífi okkar beggja að við höfum lifað í hálfa öld..., merkilegt en ekki næstum eins erfitt eins og að horfast í augu við þá staðreynd að verða þrítug - þá fannst mér ég vera orðin kerling...

Ég hlustaði á forsetann okkar áðan, mér fannst ræðan mjög góð, umræðan um það að við þurfum að vinna að því hörðum höndum að halda unga fólkinu okkar hjá okkur er afar þörf - í því sambandi er ekkert gefið...., þá fannst mér honum takast vel upp með umræðuna um forvarnir þar sem hann vitnaði fyrst og fremst í börn og unglinga sem vilja fyrst og fremst meiri tíma með foreldrum sínum...og svo gaf hann það út að hann mun gefa kost á sér til áframhaldandi setu á forsetastóli.  Ég studdi Ólaf ekki þegar hann gaf kost á sér á sínum tíma, Guðrún Agnarsdóttir fékk mitt atkvæði þá, en ég er ánægð með Ólaf sem forseta, hann hefur vaxið og er verðugur fulltrúi okkar hvar sem er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár Nína mín. Megi nýja árið gefa okkar margar góðar spjallstundir.

Manstu þegar við vorum barnungar húsmæður á Völlum og ákváðum að eftir þrítugsafmælin okkar myndum við íhuga inngöngu í Kvenfélag Vallahrepps? Sennilega af því að við höfum talið að þá næðum við þeim aldri sem slíkum "gamalkvenna" félagsskap hæfði.

En við gengum ekki í Kvenfélag Vallahrepps, heldur stofnuðum við Gleðikvennafélag Vallahrepps.  Sá félagsskapur verður 19 ára í mars nk.

Kveðja úr Skógarkoti í Kelduskóga.

Rannveig Árna (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 17:23

2 Smámynd: Guðný Drífa Snæland

Gleðileg Jónína mín og þakka þér góð kynni og skemmtilega samvinnu undanfarin ár

Guðný Drífa Snæland, 1.1.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Gleðilegt ár Nína mín.

Á sama hátt og þú dáist að ungu stúlkunum sem annast gamla fólkið og ættu að fá hærri laun fyrir það, dáist ég að fyrrverandi tengdadóttur sem hugsar af einstakri alúð um fyrrum tengdaforeldra.

Launin fyrir slíka góðmennsku verða aldrei greidd í krónum en vonandi hlotnast þér gleði, gæfa og góðar stundir með þeim og öllu hinu yndislega fólkinu sem þú hefur í kringum þig.

Áramótakveðjur til allra úr Þorlákshöfn

Sigþrúður Harðardóttir, 1.1.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband