Leita í fréttum mbl.is

Aðventugleði

Ég var að koma af tónleikum með Frostrósunum þeim Gunnari Guðbjörnssyni, Heiðu, Heru, Regínu Ósk og Margréti Eir - tónleikarnir voru frábærir og hátíðaskapið svífur nú yfir Egilsstöðum sem aldrei fyrr.  Áhuginn á tónleikunum var þvílíkur að þau fylltu Egilsstaðakirkju þrisvar í dag..., vonandi er þetta forsmekkur af miklum áhuga á svona skemmtunum - því svona aðsókn gerir það mögulegt að fá hvers kyns listamenn hingað til okkar. Það er frábært að komast á svona tónleika í aðdraganda jólanna því tónlistin skapar  sérstakan hugblæ.

Hef annars verið að jólast í dag, keypti aðeins jólagjafir, málaði einn vegg í stofunni, tók vel til í stofunni og sneri öllu við þar - við litla fjölskyldan erum afar ánægð  með stofuna eins og hún er núna...., svo er Berglind Rós búin að gera rískökur og baka eggjahvítukökur svo við erum að komast í jólagírinn..., ég vona bara að allir njóti jólagleði, hvort sem þeir eru nú að stússa í tiltekt og bakstri eða ekki.

Á morgun ætla ég að jólast eitthvað áfram í rólegheitum, undirbúa svo próf á mánudagsmorgun og síðan ætla ég að undirbúa bæjarráðsfund sem verður á miðvikudaginn, þar er stórt og spennandi mál á dagskrá sem er bygging grunnskólans á Egilsstöðum...., það er búið að teikna glæsilegan nýjan skóla sem við erum mjög ánægð með - en eitthvað þarf að ræða málin á miðvikudaginn...

En nú hvíslar engillinn á hægri öxlinni - farðu að sofa - og ég ætla að hlýða honum í þetta skipti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Gott mál að bjóða upp á svona tónleika.  Kveðjur.

Jón Halldór Guðmundsson, 9.12.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband