3.11.2007 | 08:28
Húsnæðiskostnaður
Ýmislegt hefur fengið mig til að velta vöngum yfir húsnæðiskerfinu á Íslandi. Mér finnst það sjálfsögð mannréttindi að fólk hafi öruggt íbúðarhúsnæði til ráðstöfunar. Að eiga, leigja, kaupleigja - formið er ekki aðalatriði - en öruggt húsnæði til íbúðar fyrir fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum er aðalatriði. Á Íslandi vill fólk eiga sitt húsnæði. Nýjar upplýsingar sýna að það er þriðjungi dýrara fyrir fólk að eignast húsnæði nú en fyrir þremur árum síðan - vextir eru nú komnir yfir 6% - og verðbæturnar eru alla að drepa. Mér finnst sjálfsagt að bankar og lánastofnanir fái eitthvað fyrir sinn snúð en eitthvað er farið úr böndunum í þessum málaflokki - hver skyldi þora að ráðast á meinið??? Er fegin að mitt fólk er í ríkisstjórn og treysti því til að greina vandann og vinna síðan markvisst að úrbótum.
Ég veit aðeins hvernig húsnæðiskerfið er í Noregi - þar þykir það sjálfsagt að lána fólki til íbúðarkaupa á afar sanngjörnum kjörum þar þykir öruggt íbúðarhúsnæði sjálfsögð mannréttindi. Lærum af Norðmönnunum....
Nú er ég stödd í höfuðborginni - litla dótturdóttir mín situr með móðursystur sinni, litla barninu mínu og þær horfa á morgunsjónvarpið. Mikið sem það er gaman að koma til Reykjavíkur - næstum eins gott og að fara þaðan aftur...., í dag ætlum við mæðgur að skoða hvaða varning má höndla svona þegar jólin nálgast óðfluga..., á morgun ætla ég svo að sitja flokkstjórnarfund Samfylkingarinnar og síðan aðalfund sveitarstjórnarráðs Samfylkingarinnar. Á mánudag og þriðjudag er svo Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna svo pólitíkin verður allsráðandi næstu daga.
En í dag ætla ég bara að vera mamma og amma, þetta ömmuhlutverk er nú alveg frábært - Karen Rós er á frábærum aldri, málið þróast dag frá degi, greinilega svolítið flókið að amma er allt í einu amma en ekki ömmu eftir að vera alltaf að tala við ömmu í símann.... flókin þessi fallbeyging..
En nú ætla ég að fara að knúsa þessar stelpur mínar og njóta þeirra og höfuðborgarinnar. Megið þið eiga góða helgi.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér í sambandi við þessi húsnæðismál. Það er orðið alltof erfitt fyrir ungt fólk, já og eiginlega hvern sem er að eignast eigið húsnæði og leigumarkaðurinn hér er mjög óþroskaður. Þekki þetta vandamál töluvert í gegnum starfið mitt. Fjármagnið er svo dýrt, að fólk er að binda sig á klafa til allt að 40 ára. Það var mikið slys þegar gamla húsnæðiskerfið var lagt niður, þe félagslega eignaíbúða kerfið, auðvitað þurfti að laga það til, en að leggja það niður var að mínu mati stórslys.
Vona að þú eigir ljúfa daga í höfuðborginni
Ragnar S Magnússon, 4.11.2007 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.