Leita í fréttum mbl.is

Vorhlýindi að hausti

Veðrið hér á Héraði er ótrúlegt, 17 stiga hiti og vindur að framan...., frábært en hálfruglingslegt, ætli það sé ekki hið pólitíska landslag sem hefur þessi áhrif.....

Föstudagar eru frábærir, hef kannski sagt það hér áður, það að eiga föstudagskvöldið og alla helgina framundan og engin sérstök plön er slakandi og það er svo gott að slaka á þegar annríkið er allmennt nokkurt..., Dreif mig í ræktina í morgun, spinning er afar hressandi start á deginum, svitalækir fljóta um bök og gólf og orkan hellist yfir mann og endist afar vel, jafnvel 15 tíma.

Berglind Rós er búin að vera í samræmdum prófum eins og aðrir 7. bekkingar á Íslandi, ég er ekkert ósátt við þessi próf í 7. bekk ef niðurstöðurnar eru bara notaðar á skynsamlegan hátt til hagsbóta fyrir hvert barn.  En nánast jafnlöng próf eru lögð fyrir 4. bekk líka og það finnst mér umhugsunarvert, 9 og 10 ára börn hafa tæplega úthald í svo löng verkefni.  En skruddan mín var bara sátt við sig eftir prófin og það skiptir mestu máli að vera sáttur...

Bíð spennt eftir að mínu fólki í Útsvarsþættinum á eftir en Fljótsdalshérað er þar að keppa við Álftanes, vona að sjálfsögðu að mitt lið sigri með glæsibrag...  vona að þið eigið góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Og hvað þau stóðu sig aldeilis glæsilega.  Enda hefur Steini Bergs svör við allflestu ;)

Til lukku með Héraðsstubbana

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 19.10.2007 kl. 21:45

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Til Lukku Héraðsmenn!  Þið njótið greinilega nágrennis við Seyðisfjörð og eruð ansi sleipir í fróðleikskeppnum hvers konar.

En án gríns, þá eru haldnar vinsælar margra mánaða spurningakeppnir á Héraði og Seyðisfirði yfir vetrinn,  þetta er uppbyggilegt fyrir unga og aldna.

Mér sýndist Steini Bergs svara þessu flestöllu og hefur eflaust haldið að hann væri á áfangaprófi. He, he.

Jón Halldór Guðmundsson, 20.10.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband