11.10.2007 | 21:46
Höfuðborgarferð
Ég ákveð að skreppa í pólitíska ferð til Reykjavíkur og allt fer á annan endann. Það lá við að maður fyndi breytingarnar í loftinu þegar komið var út úr flugvélinni í borginni .. ég átti fund með iðnaðarráðherra og fundinum seinkaði um hálftíma - pólitísk gerjun alls staðar. Það vekur manni von um ábyrg stjórnmál þegar menn þurfa að taka pokann sinn þegar þeir hafa verið í blekkingarleik. Hef mikla trú á Degi, held að hann geti flutt ferska strauma inn í borgarmálin...
En Össur var hress að vanda, notalegur, klár og skemmtilegur - þannig eiga póltíkusar að vera, hann lofaði engu en hlustaði og sýndi áhuga og ég veit að ef við vinnum heimavinnuna okkar munum við fá okkar Nýsköpunarsetur....
Naut þess svo að sækja litlu ömmudúlluna mína hana Karen Rós á leikskólann, mér þótti það ekki verra að hún var jafnglöð að sjá ömmu og amma að sjá hana.
Nú sit ég og kenni 12 ára dóttur minni margföldun og deilingu, hún er ótrúlega klár en aðferðir eru ekki hennar fag..., gott!!!! eða slæmt???? Ætti að sýna skilning en skilningur sem skilar sér ekki út í verkefni er ekki nóg..., er reyndar mjög hugsi yfir verkefnum sem leyfa ekki vasareikni svona á 21. öldinni??? Jafn almennt notað tæki og vasareiknir ætti að vera sjálfsagt hjálpartæki í allri stærðfræði og verkefni á prófum þá bara miðuð við vasareiknanotkun, eða það finnst mér allavega...
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þér með Dag, hef alltaf verði ,,svag" fyrir honum. Flottur og fylginn sér.
12 ára dóttir mín er nú róleg yfir þessum prófum framundan, sem betur fer. Hún er nú á lúðrasveitamóti á Höfn alla helgina. Öfugt við Berglindi Rós er Ólöf Björk kona aðferðanna. Hún kann aðferðirnar, bara spurning hvort hún notar þær við réttar aðstæður.
Íslenska er reyndar hennar fag frekar en stærðfræðin...líkt og hjá móður hennar :-) Vonandi gengur þeim bara vel stelpunum okkar frábæru!
Bestu kveðjur,
Sissan fyrir sunnan
Sigþrúður Harðardóttir, 12.10.2007 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.