9.10.2007 | 07:09
Sterk sjálfsmynd er nauðsyn hverri konu....
Stundum hugsa ég djúpt, spjalla við Rannveigu vinkonu og fleiri og kemst að niðurstöðu sem mér finnst afar skynsamleg...., fyrirsögnin að þessari færslu minni er ein svona niðurstaða...., sennilega er ég ekki ein um hana og ekki fyrst en samt....
Gæti skrifað um málið fram á kvöld en þar sem ég á að vera mætt á fund eftir hálftíma verður pælingin stutt að þessu sinni...
Ef maður er sáttur við sjálfan sig, líður manni vel og finnst sjálfsagt og eðlilegt að vera maður sjálfur án allrar tilgerðar og sýndarmennsku. Við þannig aðstæður er hugsunin frjó, húmorinn lifandi og útgeislunin smitandi - árangurinn er því sjálfsagður og krefjandi verkefni verða skemmtileg glíma við sjálfan sig og aðra. Held að þetta sé sérstaklega mikilvægt fyrir konur því þær vantreysta sér frekar en karlar og lifa lífinu frekar í gegnum aðra en karlar, ég held að engum sé greiði gerður með því... Hín ágæta gullna regla kristninnar sem segir mönnum að elska náungann eins og sjálfan sig brýnir mann á því að sjálfstraust er grundvöllur góðra verka....
Uppeldishlutverk manns sem foreldris og kennara þarf að mótast af þessari hugsun líka, það að kenna ungu fólki að meta sjálft sig og þora að vera það sjálft er mikilvægasta verkefni okkar fullorðna fólksins...
Meira um þetta síðar því nú er stefnumótun Fljótsdalshéraðs fyrsta spennandi glíma dagsins, megið þið eiga góðan dag.
Bloggvinir
- annapala
- annaragna
- annriki
- agustolafur
- arnith2
- baldurkr
- gattin
- bryndisfridgeirs
- brandarar
- dofri
- drifakristjans
- gleraugun
- saxi
- huld
- fjolan
- logbjorg
- gutti
- gudnydrifa
- gurrihar
- gudrunjj
- gudrunkatrin
- gunnaraxel
- hafsteinnkarlsson
- hallibjarna
- heidathord
- hildajana
- ingabaldurs
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jonaa
- joningic
- kallimatt
- kolbrunb
- kopasker
- daudansalvara
- lara
- olinathorv
- ragnhildur
- rosa
- amman
- sisshildur
- svalaj
- svavaralfred
- svenni
- tjorvi
- vefritid
- thorhildurhelga
Tenglar
Vinir
- Rannveig vinkona
- Dandy orkubolti, spinningkennari og náttfatavinkona
- Tóta litla
- Konni kynlegi
- Þórveig hreyfisystir
Pólitík
Nota bene
Ritað og talað mál
Hér er ýmislegt sem ég hef sagt og ritað upp á síðkastið.
Myndaalbúm
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stundum verðum við líka að muna eftir að elska sjálf okkur eins og náungann við eigum það nefnilega stundum til að vera sjálf okkar verstu óvinir.
Eigðu góðan dag gæskan.
Rannveig (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 11:49
Fyrst eftir að ég las þetta blogg, fannst mér þetta svo vel sagt að ég bara tók þetta með mér í daginn, en ákvað að sleppa því að kommenta á þetta. Ég hefði eng við þetta að bæta.
E n ég held að í öllum mannlegum samskiptum sé svo mikilvægt að vera sáttur við sjálfan sig. Sá sem er sífellt að nöldra og gagnrýna aðra er nefnilega trúlega óánægður með sjálfan sig. Þess vegna er hann alltaf að benda á það sem að hjá öðrum. Til að sýna að aðrir séu ekkert betri.
Ég held líka að heimili (og þjóðfélag) sem byggir á sanngirni og jákvæðni og jafnrétti, ali af sér betri einstaklinga.
Kannski snertir þetta eitthvað vímuefnavandann í þessu þjóðfélagi. Ofbeldisverkum og eymd.
Jón Halldór Guðmundsson, 13.10.2007 kl. 10:45
Takk fyrir þetta Jón - held að þetta sé alveg rétt hjá þér með nöldrið!!! Hver nennir að vera að nöldra ef hann er þokkalega sáttur?? Það þýðir ekki að maður segi alltaf já og amen það sem þarf að gagnrýna verður auðvitað að fá sína umfjöllun...
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 14.10.2007 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.