Leita í fréttum mbl.is

Bæjarstjórnarfundur

Er rétt að ljúka bæjarstjórnarfundi. Aðalumræðan snerist um landspildu sem við þurfum að öllum líkindum að taka eignarnámi. Þetta eru 10 ha úr landi Egilsstaðabýlisins. Það er erfitt að þurfa að þrengja að starfseminni þar en við verðum líka að geta boðið upp á stórar þjónustulóðir.  Svona er þessi pólitík, alltaf verið að vinna með hagsmuni og reyna að fara bil beggja.

Þegar ég kem heim sæki ég dóttur mína á körfuboltaæfingu, hún er himinsæl í körfuboltanum og ekki síður ánægð með æfingar á leikriti sem á að sýna á 60 ára afmæli Grunnskólans á Egilsstöðum og Eiðum. Nóg að gera hjá okkur mæðgum sem betur fer.

"Litli" drengurinn minn hann Guðmundur Þorsteinn var að ljúka bóklega meiraprófinu á mánudagskvöldið, nú þarf hann að fara að æfa sig í trukkaakstri, hann er greinilega að verða fullorðinn, því ég er ekki einu sinni stressuð yfir þessum stórbílaakstri, enda er gullmolinn minn svo yndislega varkár.

Dótturdóttirin byrjaði á leikskóla á mánudaginn, auðvitað alsæl, skilur ekkert í því að hún megi bara vera smástund í einu þessa vikuna meðan aðlögunartíminn er.

Og svo er það hún Guðbjörg Anna mín, dugnaðarforkurinn, sem rúllar upp hverju prófinu og verkefninu á fætur öðru í lögfræðinni - mikið sem ég er montin af henni...

Já það er mikið lán og eitthvað sem maður ætti að þakka fyrir á hverjum degi að börnin manns eru í góðum málum... og um leið þarf maður að vera tilbúin til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa þeim ungmennum sem ekki gengur allt í haginn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Nína mín með hvað allt gengur vel hjá ykkur. En heyrðu, ég frétti það á fundinum í kvöld að það væri búið að loka Draumhúsinu  við verðum að láta okkur detta önnur búð í hug.

Rannveig (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 22:25

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Takk fyrir góðar óskir - Draumhúsið er ekki harðlokað, Þóra opnar enn fyrir gesti og það verður opið um helgina...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 3.10.2007 kl. 22:52

3 Smámynd: Guðbjörg Anna

Takk.... :o)

Guðbjörg Anna , 4.10.2007 kl. 08:35

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Sæl Jónína.

Ég var einmitt að hugsa um nú alveg nýlega hvað maður er heppinn með að börnum manns vegnar vel í lífinu. Það er ekki sjálfsagður hlutur.

Það er gaman að heyra að vel gengur hjá þínum börnum og þér sjálfri.

En aðeins eitt. Er maður að vera svolítið gamall í sér að fara hugsa á þessum nótum? Nei, er það nokkuð?

Kv Jón H

Jón Halldór Guðmundsson, 4.10.2007 kl. 15:32

5 Smámynd: Sigþrúður Harðardóttir

Sæl Nína mín.

Þú ert rík kona :-)

Ekki allt heppni, upplag og uppeldi leika nú eitthvað hlutverk í þessu
öllu....ekki satt?

Bestu kveðjur að sunnan....

Sissa


Sigþrúður Harðardóttir, 5.10.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband