Leita í fréttum mbl.is

Sumar framundan

Jæja þá er ég komin austur aftur, veðrið á Austurlandi er "aðeins" skemmtilegra en það var í höfuðborginni!!! Það er sumar hérna, aðeins vindur en yfir 15 stiga hiti... yndislegt.

Það er mikið um að vera í vinnunni núna, við erum að reyna að búa til nám fyrir þá krakka sem eru að koma til okkar í haust, en ekkert námsframboð sem við "eigum" hentar. Þar erum við mjög upptekin af því að nemendur fái tækifæri til að vinna með höndunum á fjölbreyttan hátt.  Þetta er afar nauðsynlegt, við ætlum að reyna að þjónusta vel afar erfiðan hóp sem er í mikilli brottfallshættu og í áhættuhópi um hvers kyns óæskilega hegðun.  Það er ekki fyrir það að þessir krakkar séu óalandi og óferjandi, langt frá því, þau eru bara ekki hneigð til bóklegs náms og skólakerfið virðist algerlega ráðalaust þegar það stendur frammi fyrir þessu bókhneigðarleysi, reynt er að móta alla í sama formið og þá er ósköp eðlilegt að einhverjir hætti að vera þægir og góðir, það er vitað að við erum eins misjöfn og við erum mörg, skólakerfið er bara "aðeins" seint að uppgötva það...

Er búin að vera dugleg að ganga, tók hring í skóginum í gærkvöldi og í morgun heimsótti ég Fardagafoss, ætla að taka skógarhringinn aftur í fyrramálið...

Allt á fulllu í pólitíkinni líka, fundur í stýrihópi um aðalskipulagsgerðina í gær og bæjarstjórnarfundur í dag, þar gat minnihlutinn auðvitað ekki setið á sér að röfla yfir sláturhúsinu, held að þau séu að verða stressuð yfir ásókninni í húsið, sjá að það verður þeim ekki til framdráttar að hafa verið svona á móti kaupum og uppbyggingu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu, er ég ekkert með í þessu heilsuátaki???

Flyt í Hallormsstað á morgun, þú kemur um helgina og liggur með mér í sólbaði. Smá skógartúr með nesti er líka ofarlega á óskalistanum. Nú og svo þarf að undirbúa sumarkomu félaga okkar úr Reykjavíkurdeild Gleðikvennafélags Vallahrepps.

Rannveig (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 13:10

2 identicon

Blessuð drífðu þig í skóginn um helgina.  Það fer að verða fundarfært í GKV á Hallormsstað.  Þar er líka hægt að taka röska göngu eins og þú veist.

Tóta (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 16:22

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Gaman að svona persónulegum commentum hjá ykkur Héraðskonur.

Gott að heyra að þú ert að beita þér fyrir því að M E þjóni betur nemendur sem hefðbundið bóknám höfðar ekki til.

Ég held að framhaldsskólinn þurfi að stórbæta sig á þessi sviði, og trúlega gætu núverandi námskrá og fjárhagsrammi verið til travala í þ.eim efnum.  Þá er barta að fá því breytt!

Jón Halldór Guðmundsson, 10.6.2007 kl. 21:11

4 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Stelpur mínar ég var á hestamannamóti á Völlunum alla helgina, fór svo og hlustaði á Vígþór Sjafnar syngja en mun ekki liggja á liði mínu við sólbaðið þegar færi gefst.

Jón Halldór, ég mun leggja mig fram um að bæði ríki og sveitarfélög breyti sýn sinni á nám almennt, hvorki meira né minna....

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 11.6.2007 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband