Leita í fréttum mbl.is

Undirritunaræði ráðherranna

Flottur samningur undirritaður í dag. Þekkingarnet Austurlands ehf. á Egilsstöðum er orðið að veruleika, loksins, loksins! Lappirnar hafa verið dregnar afar ákveðið í þessu máli sérstaklega í fjármálaráðuneytinu, en undirritunaræðið er hafið, svo við fengum Þekkingarsetrið okkar, en ég er svo örg yfir þessu siðleysi undirritunaæðisins að gleðin yfir framgangi þessa sameiginlega verkefnis okkar heimamanna hvar í flokki sem við stöndum er ekki fölskvalaus...

Það átti að milda mig með því að leyfa mér að ávarpa undirritunarliðið í dag, en veltan á Öxnadalsheiðinni seinkaði ferð minni úr Skagafirðinum svo ég náði ekki í tæka tíð. Breytir sennilega ekki miklu. Það var fjölskyldudagur hjá Samfylkingunni fyrir utan Níuna,á Egilsstöðum mikil stemning og mikið af fólki...

Var á ársþingi SFS (samtök fámennra skóla) í Skagafirði til að ræða um hvernig framhaldsskólar geta mótað sér stefnu og sérstöðu. Það er alltaf jafngaman að hitta félagana í SFS, sterkt og skemmtilegt fólk.

Jæja nú eru 13 dagar til kosninga, búið að skipuleggja allt mögulegt spennandi í kosningabaráttunni, m.a. á ég að heimsækja eldri borgara hér í bænum með bækling og rós, hlakka til.....

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Friðrik Dagur kallaði undirritunaræðið kosningaplástur um daginn; það er ágætis orð. En það verður ekki skrifað undir mikið, er ég hræddur um, hvorki í samgöngumálum né öðrum málum, á næstu fjórum árum nema verði skipt rækilega um ríkisstjórn. Nema þá álsamninga.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 29.4.2007 kl. 14:28

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Það verður bara skrifað undir óbreytt ástand á flestum sviðum þjóðlífsins...., hvar er eiginlega eldmóður alþýðunnar sem reglulega brýst út þegar óréttlætið er orðið yfir þolmörkum??? Sennilega blekkja yfirdráttarlánin og margskiptir visareikningar fólk heldur sennilega að það hafi það svo gott....

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 29.4.2007 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband